Þrjátíu milljóna króna viðbótarframlag til Jemen Heimsljós 3. júní 2020 15:16 UNFPA Utanríkisráðuneytið tilkynnti á áheitaráðstefnu um Jemen í gær um 30 milljóna króna viðbótarframlag til verkefnis sem Ísland hefur stutt á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Verkefnið snýr að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen. Í gær var haldin sérstök áheitaráðstefna á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) með það markmið að safna áheitum um framlög til að fjármagna lífsbjargandi mannúðaraðgerðir í landinu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði ráðstefnuna og sagði að það væri mikilvægt að vinna að því að binda enda á stríðið í Jemen, þörfin fyrir mannúðaraðstoð væri gríðarleg í landinu. Stefnt var að því að safna 2,4 milljörðum Bandaríkjadala á ráðstefnunni en aðeins tókst að fá vilyrði fyrir 1,35 milljarði. Neyðarástand ríkir í Jemen og þörfin fyrir aðstoð við íbúa er gríðarleg. Rúmlega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent þjóðarinnar. Átökin hafa haft gríðarleg neikvæð efnahagsleg áhrif í landinu og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Um 13 milljónir einstaklinga fá mannúðaraðstoð í hverjum mánuði. COVID-19 faraldurinn kyndir undir neyðina sem var ærin fyrir, en í Jemen eru stærstu mannúðaraðgerðir í heiminum með þátttöku rúmlega 200 mannúðarsamtaka og stofnana. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein þeirra stofnana og veitti um það bil einni milljón kvenna og stúlkna heilbrigðis- og neyðarþjónustu á síðasta ári í öllum fylkjum landsins. Ísland hefur stutt við verkefni á vegum UNFPA sem snúa að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen og utanríkisráðuneytið lagði til 650 þúsund Bandaríkjadali, eða um 78 milljónir íslenskra króna, til verkefnisins árið 2019. UNFPA er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Utanríkisráðuneytið tilkynnti á áheitaráðstefnu um Jemen í gær um 30 milljóna króna viðbótarframlag til verkefnis sem Ísland hefur stutt á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Verkefnið snýr að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen. Í gær var haldin sérstök áheitaráðstefna á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) með það markmið að safna áheitum um framlög til að fjármagna lífsbjargandi mannúðaraðgerðir í landinu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði ráðstefnuna og sagði að það væri mikilvægt að vinna að því að binda enda á stríðið í Jemen, þörfin fyrir mannúðaraðstoð væri gríðarleg í landinu. Stefnt var að því að safna 2,4 milljörðum Bandaríkjadala á ráðstefnunni en aðeins tókst að fá vilyrði fyrir 1,35 milljarði. Neyðarástand ríkir í Jemen og þörfin fyrir aðstoð við íbúa er gríðarleg. Rúmlega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent þjóðarinnar. Átökin hafa haft gríðarleg neikvæð efnahagsleg áhrif í landinu og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Um 13 milljónir einstaklinga fá mannúðaraðstoð í hverjum mánuði. COVID-19 faraldurinn kyndir undir neyðina sem var ærin fyrir, en í Jemen eru stærstu mannúðaraðgerðir í heiminum með þátttöku rúmlega 200 mannúðarsamtaka og stofnana. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein þeirra stofnana og veitti um það bil einni milljón kvenna og stúlkna heilbrigðis- og neyðarþjónustu á síðasta ári í öllum fylkjum landsins. Ísland hefur stutt við verkefni á vegum UNFPA sem snúa að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen og utanríkisráðuneytið lagði til 650 þúsund Bandaríkjadali, eða um 78 milljónir íslenskra króna, til verkefnisins árið 2019. UNFPA er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent