Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 23:30 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd. Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd.
Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira