Evrópusambandið lýsir áhyggjum af morðinu á George Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 12:07 Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Vísir/EPA Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár. Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár.
Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57
Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31