Handbolti

Fyrstur til að vera valinn besti leikmaður og besti þjálfari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjun Filip Jicha hjá Kiel er draumi líkust.
Byrjun Filip Jicha hjá Kiel er draumi líkust. Axel Heimken/Getty Images

Hinn tékkneski Filip Jicha, arftaki Alfreðs Gíslasonar hjá þýska handboltaliðinu Kiel, er kominn í sögubækur þar í landi á sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins. Jicha var nefnilega valinn þjálfari ársins í úrvalsdeildinni af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.

Jicha er þar með fyrsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar sem er valinn bæði besti leikmaður sem og þjálfari. Það er áratugur síðan Tékkinn var kosinn besti leikmaður deildarinnar en þá lék hann með Kiel undir stjórn Alfreðs.

Þegar deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins var Kiel í toppsæti deildarinnar. Á endanum var ákveðið að aflýsa tímabilinu og Kiel því krýnt meistari í fyrsta skipti í fimm ár. Þá fór Kiel einnig alla leið í úrslitahelgi þýska bikarsins undir stjórn Jicha.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×