Tími Pukki hjá Bröndby hjálpaði honum að blómstra í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 08:00 Pukki sendir stuðningsmönnum Norwich fingurkoss eftir að hafa skorað þrennu gegn Newcastle síðastliðið haust. Getty/Marc Atkins Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira