Hinn 33 ára gamli David Luiz gæti verið á förum frá Arsenal þegar samningi hans við félagið lýkur í sumar. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum er Benfica næsti áfangastaður hins hárprúða Brasilíumanns.
Luiz lék með Benfica frá 2007 til 2011 en þaðan fór hann til Chelsea, Paris-Saint Germain, aftur til Chelsea og loks til Arsenal. Hefur hann orðið bæði Englands- og Frakklandsmeistari ásamtþví að vinna Meistaradeild Evrópu með Chelsea árið 2012.
Luiz hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Arsenal og hefur hann oft verið gagnrýndur fyrir glæfralegan leikstíl.
David Luiz admits he has had talks about a 'dream' return to Benfica https://t.co/tUUQhVVeTb
— MailOnline Sport (@MailSport) May 30, 2020
Í viðtali í apríl á þessu ári sagði varnarmaðurinn að hann hefði alltaf viljað ljúka ferlinum hjá Benfica og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta.