Rodgers fékk kórónuveiruna: „Ég gat varla gengið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 22:00 Brendan Rodgers er með Leicester í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. VÍSIR/GETTY Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira