Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. vísir/baldur Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12
403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38