Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. vísir/baldur Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12
403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent