Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. vísir/baldur Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12
403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent