Þegar ástin er annars vegar hefur mannfólkinu oft á tíðum reynst erfitt að fylgja boðum og bönnum. Einnig hefur því stundum verið kastað fram að það sem er bannað sé jafnvel ennþá meira spennandi.
Í Spurningu síðustu viku var spurt um stefnumót í samkomubanni. Samkvæmt reglum sóttvarnalæknis var fólki ráðlagt að forðast mikil og náin samskipti og virða tveggja metra regluna. Má því segja að stefnumót hafi verið á bannlista.
En hverju svöruðu lesendur Vísis?
Ef marka má niðurstöður úr könnuninni, sem beint var til einhleyps fólks, segist tæplega helmingur svarenda hafa farið á stefnumót í samkomubanninu.
Þúsund manns tóku þátt í könnuninni og hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan.
NIÐURSTÖÐUR
Já - 43%
Nei - 57%
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar.
Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.