„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 07:00 Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016. vísir/anton Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53
Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30
Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50