Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2020 20:15 Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert er eftir. Vísir/Tryggvi Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“ Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Starfsmaður vinnslunnar sem gisti þar varð fyrstur var við eldinn klukkan fimm í morgun, komst hann út og hringdi á hjálp. Heimamenn sem manna slökkviliðið í Hrísey voru fyrstir á vettvang en slökkviliðið á Akureyri þurfti að aka 30 kílómetra og taka ferju til að komast á eldstað. Strax var ljóst að um stórbruna væri að ræða. „Maður sá það fljótt. Maður var rétt kominn yfir hæðina yfir Sandinn þá blasti bara reykurinn við og eldsúlan upp í loftið. Maður vissi strax hvers lags var,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri sem stýrði aðgerðum á vettvangi. Hér má sjá drónamyndband sem Laimonas Rimkus birti á Facebook í morgun. Slökkviliðið einbeitti sér að varnarstarfi við komuna en gríðarlega mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar. Mikið af eldfimu efni og búnaði var innanhús sem torveldaði slökkvistarf. „Það er gríðarlega orkumikill eldur þarna inni þannig að fyrstu aðgerðir virtust ekki vera að gera mikið. Það var ekki fyrr en þakið hrundi sem það fór að ganga að slökkva í þessu. Þangað til það gerðist vorum við meira í að verja þessi hús,“ segir Ólafur. Eldurinn náði þó að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Mikið púður fór í að verja nýrri hluta fiskvinnslunnar auk þess sem að reykkafarar náðu að slökkva eld sem barst yfir í Salthúsið svokallaða, hinum megin við götuna. „Það er allt sviðbrunnið og kolað inn í hinum hluta hússins líka en húsið sjálft stendur og er ekki brunnið niður. Svo er náttúrúlega svolítð skemmt húsð hinu megin. Við misstum eld yfir í turninn á því húsi,“ segir Ólafur. Fiskvinnslan er gjörónýt og það sem eykur tjónið er að allar geymslur voru fullar af fiski. Starfsemin var að fara aftur af stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. „Já, það var eiginlega komið allt á fullt. Allar geymslur fullar af fiski til útflutnings og til vinnslu. Gott dæmi um það að það beið á Sandinum fiskur klukkan sjö í morgun sem átti að fara í vinnslu í morgunsárið,” segir Kristinn Frímann Árnason, einn af þeim sem var fyrstur á vettvang. Eigandi vinnslunar baðst undan viðtali en sagði ljóst að tjónið væri mikið enda hafi vinnslan verið byggð upp að undanförnu. Eftir langt vinnslustopp vegna Covid-19 hafi menn séð ljós í myrkrinu með því að geta farið að hefja vinnslu á ný, svo dynji þetta yfir. Áfffalið sé því mikið, ekki síst fyrir íbúa eyjunnar. „Já, þetta er stærsti vinnustaðurinn í eyjunni þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur öll í eyjunni,“ segir Kristinn sem bindur vonir við að eigendurnir, sem eru tiltölulega nýteknir við fiskvinnslunni byggi hana upp á nýjan leik. „Við bundum miklar vonir við þessar eigendur, þeir voru svo áhugasamir. En við bara vonum að það opnist aðrar dyr og þeir bara byggi upp. Við vonum bara það besta.“
Hrísey Akureyri Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00