Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 11:07 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39