Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 10:20 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun. Slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum á tíunda tímanum. Steinar Ólafsson Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“ Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“
Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00