Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 10:20 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun. Slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum á tíunda tímanum. Steinar Ólafsson Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“ Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Einn eigenda fiskvinnslunnar Hríseyjar Seafood, hjá hverri mikill eldur kviknaði í frystihúsi snemma í morgun, segir að áfallið sé mikið. Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum sem skipti mestu máli. Tilkynning barst um mikinn eld í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey um klukkan fimm í morgun. Eldurinn barst í nyrsta hluta hússins, sem og í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. Mikinn reyk frá eldinum lagði yfir byggðina í Hrísey en slökkviliðsmenn töldu sig hafa náð tökum á eldinum nú á tíunda tímanum. Ljóst er að tjón er þónokkuð en ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök. Telma Róbertsdóttir festi kaup á Hrísey Seafood ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jóelssyni, í október 2019. Þau búa ekki í eyjunni en Sigurður lagði af stað norður eldsnemma í morgun. Telma segir í samtali við Vísi að þau hjónin hafi verið vakin í nótt með fregnum af eldinum. Fátt sé þó hægt að segja um brunann að svo stöddu, það sé einfaldlega lítið vitað um stöðuna. Verkstjóri hjá fiskvinnslunni, sem búsettur er í íbúð á efri hæð, vaknaði við eldinn, að sögn Telmu, og komst heilu og höldnu út úr húsinu. Þá segir Telma að áfall eigendanna sé mikið en mestu skipti að allir hafi komist heilir frá eldsvoðanum. „Þetta er svo mikill harmleikur líka fyrir samfélagið [í Hrísey]. En á svona stundu er maður þakklátastur fyrir að það eru allir heilir. Og svo verðum við bara að bíða og sjá.“
Hrísey Slökkvilið Sjávarútvegur Stórbruni í Hrísey Tengdar fréttir Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53 Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Búnir að ná tökum á eldinum Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í Hrísey í morgun. 28. maí 2020 09:53
Eldurinn hefur borist í annað fiskvinnsluhús Eldurinn sem kviknaði í frystihúsinu í Hrísey í morgun hefur borist yfir í annað fiskvinnsluhús á hafnarsvæðinu. 28. maí 2020 08:00