Gert að draga úr útblæstri um 50 prósent í skiptum fyrir ríkisaðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2020 09:47 Vélar Air France á Orly-flugvelli í París. Getty Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira