Ekki benda á mig, segir forsetinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 09:10 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á ástandi landsins. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á því að Brasilía er að verða eitt verst stadda landið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að hann hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. Forsetinn segist enn sannfærður um að afleiðingar félagsforðunar á efnahag Brasilíu muni hafa verri afleiðingar en faraldurinn sjálfur. Þá hefur hann ítrekað kallað veiruna „litla flensu“ og heilbrigðisstarfsmenn segja fólk draga það að viðurkenna veikindi af ótta við þann smánarblett sem fylgir veirunni. Það hefur aukið hættuna sem heilbrigðisstarfsmenn hafa staðið frammi fyrir. Brasilía er nú í öðru sæti ríkja heimsins varðandi fjölda staðfestra smita og í því sjötta yfir dauðsföll. Alls hafa minnst 374.898 smitast og 23.473 dáið, þegar þetta er skrifað. Líkur hafa verið leiddar að því að mun fleiri hafi í raun dáið vegna veirunnar og það sjáist þegar fjöldi látinna síðustu mánuði er skoðaður og borinn saman við meðalfjölda látinna á sömu mánuðum undanfarin ár. Þriðji heilbrigðisráðherrann Bolsonaro hefur ítrekað neitað að bera ábyrgð á aðgerðum sínum varðandi faraldurinn. Sérstaklega þegar kemur að því að hann hefur grafið undan aðgerðum og yfirlýsingum ríkis- og borgarstjóra varðandi félagsforðun. „Að opna hagkerfið er áhætta sem ég tek, því ef þetta [faraldurinn] versnar, lendir það í fanginu á mér,“ sagði Bolsonaro í apríl, skömmu eftir að hann hafði rekið heilbrigðisráðherra sinn og skipað nýjan, sem átti að verja efnahag ríkisins gegn faraldrinum. Sá heilbrigðisráðherra hafði stutt aðgerðir ríkisstjóra. Sá næsti hætti þegar hann og Bolsonaro voru ósammála um gæði lyfsins chloroquine. Nú er hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðisstarfsemi heilbrigðisráðherra Brasilíu. Sjá einnig: WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Ekki tveimur vikum eftir að Bolsonaro sagði ábyrgðina sína, þegar minnst fimm þúsund manns voru dánir, var nýr tónn í forsetanum þegar hann sagði blaðamönnum að þeir gætu ekki reynt að leggja ábyrgðina í fang hans. Ábyrgðin væri ekki hans. Rúmum mánuði seinna hafa minnst 23.473 dáið og fer dauðsföllum enn fjölgandi. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í gær að ferðamönnum frá Brasilíu yrði meinaður aðgangur að landinu en í gær urðu dauðsföll á undanförnum sólarhring þar í landi fleiri en í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá efni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við heilbrigðisstarfsmenn. Einn þeirra segir marga standa í þeirri trú að faraldurinn sé ekki raunverulegur. Í byrjun maí úrskurðaði Hæstiréttur Brasilíu að ríkis- og borgarstjórar hefðu rétt á því að grípa til félagsforðunar. Bolsonaro heimtaði hins vegar að dregið yrði úr takmörkunum í Brasilíu og hjólum atvinnulífsins haldið gangandi. Meðal annars með því að halda líkamsræktarstöðvum, rakarastofum og snyrtistofum opnum. Þegar ríkis- og borgarstjórar fylgdu því ekki, sakaði hann þá um að grafa undan réttarríkinu í Brasilíu og sakaði þá um valdboðshneigð. Kannanir sem AP fréttaveitan vísar til, sýna þó að almenningur í Brasilíu er ekki sáttur við störf Bolsonaro varðandi faraldurinn. Í könnun sem gerð var 17. og 18. maí sögðu 58 prósent aðspurðra að viðbrögð forsetans hefðu verið slæm eða hræðileg. 21 prósent sagði þau hafa verið góð eða frábær. Mikil ánægja var þó með störf ríkisstjóra. Nú á laugardaginn gekk Bolsonaro um götur Brasilíuborgar, höfuðborgar Brasilíu, meðal stuðningsmanna sinna og keypti sér pulsu af götusala. Á sama tíma og hann tók myndir með stuðningsmönnum mátti heyra íbúa í sjálfskipaðri sóttkví berja á potta og pönnur á svölum sínum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill enga ábyrgð bera á því að Brasilía er að verða eitt verst stadda landið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að hann hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. Forsetinn segist enn sannfærður um að afleiðingar félagsforðunar á efnahag Brasilíu muni hafa verri afleiðingar en faraldurinn sjálfur. Þá hefur hann ítrekað kallað veiruna „litla flensu“ og heilbrigðisstarfsmenn segja fólk draga það að viðurkenna veikindi af ótta við þann smánarblett sem fylgir veirunni. Það hefur aukið hættuna sem heilbrigðisstarfsmenn hafa staðið frammi fyrir. Brasilía er nú í öðru sæti ríkja heimsins varðandi fjölda staðfestra smita og í því sjötta yfir dauðsföll. Alls hafa minnst 374.898 smitast og 23.473 dáið, þegar þetta er skrifað. Líkur hafa verið leiddar að því að mun fleiri hafi í raun dáið vegna veirunnar og það sjáist þegar fjöldi látinna síðustu mánuði er skoðaður og borinn saman við meðalfjölda látinna á sömu mánuðum undanfarin ár. Þriðji heilbrigðisráðherrann Bolsonaro hefur ítrekað neitað að bera ábyrgð á aðgerðum sínum varðandi faraldurinn. Sérstaklega þegar kemur að því að hann hefur grafið undan aðgerðum og yfirlýsingum ríkis- og borgarstjóra varðandi félagsforðun. „Að opna hagkerfið er áhætta sem ég tek, því ef þetta [faraldurinn] versnar, lendir það í fanginu á mér,“ sagði Bolsonaro í apríl, skömmu eftir að hann hafði rekið heilbrigðisráðherra sinn og skipað nýjan, sem átti að verja efnahag ríkisins gegn faraldrinum. Sá heilbrigðisráðherra hafði stutt aðgerðir ríkisstjóra. Sá næsti hætti þegar hann og Bolsonaro voru ósammála um gæði lyfsins chloroquine. Nú er hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðisstarfsemi heilbrigðisráðherra Brasilíu. Sjá einnig: WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Ekki tveimur vikum eftir að Bolsonaro sagði ábyrgðina sína, þegar minnst fimm þúsund manns voru dánir, var nýr tónn í forsetanum þegar hann sagði blaðamönnum að þeir gætu ekki reynt að leggja ábyrgðina í fang hans. Ábyrgðin væri ekki hans. Rúmum mánuði seinna hafa minnst 23.473 dáið og fer dauðsföllum enn fjölgandi. Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í gær að ferðamönnum frá Brasilíu yrði meinaður aðgangur að landinu en í gær urðu dauðsföll á undanförnum sólarhring þar í landi fleiri en í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá efni frá AP fréttaveitunni þar sem meðal annars er rætt við heilbrigðisstarfsmenn. Einn þeirra segir marga standa í þeirri trú að faraldurinn sé ekki raunverulegur. Í byrjun maí úrskurðaði Hæstiréttur Brasilíu að ríkis- og borgarstjórar hefðu rétt á því að grípa til félagsforðunar. Bolsonaro heimtaði hins vegar að dregið yrði úr takmörkunum í Brasilíu og hjólum atvinnulífsins haldið gangandi. Meðal annars með því að halda líkamsræktarstöðvum, rakarastofum og snyrtistofum opnum. Þegar ríkis- og borgarstjórar fylgdu því ekki, sakaði hann þá um að grafa undan réttarríkinu í Brasilíu og sakaði þá um valdboðshneigð. Kannanir sem AP fréttaveitan vísar til, sýna þó að almenningur í Brasilíu er ekki sáttur við störf Bolsonaro varðandi faraldurinn. Í könnun sem gerð var 17. og 18. maí sögðu 58 prósent aðspurðra að viðbrögð forsetans hefðu verið slæm eða hræðileg. 21 prósent sagði þau hafa verið góð eða frábær. Mikil ánægja var þó með störf ríkisstjóra. Nú á laugardaginn gekk Bolsonaro um götur Brasilíuborgar, höfuðborgar Brasilíu, meðal stuðningsmanna sinna og keypti sér pulsu af götusala. Á sama tíma og hann tók myndir með stuðningsmönnum mátti heyra íbúa í sjálfskipaðri sóttkví berja á potta og pönnur á svölum sínum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira