Fordæmalausar aðgerðir í sögu lýðveldisins Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir áætlanir yfirvalda um samkomubann vegna kórónuveirunnar á fundi í dag. Vísir/vilhelm Samfélagið allt hefur verið virkjað til almannavarna með samkomubanni, öðrum takmörkunum á skólahaldi og samskiptum fólks sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjöldi viðskiptavina verslana verður takmarkað en forusta almannavarna treystir á almenna skynsemi fólks við framkvæmd reglnanna. Það dró til stórtíðinda á fréttamannafundi forsætis-, heilbrigðis- og menntamálaráðherra ásamt framvarðasveit almannavarnakerfisins í ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir sagði aðstæður kalla á fordæmalausar aðgerðir þar sem stjórnvöld hefðu fylgdu ráðum og leiðbeiningum helstu sérfræðinga. „Þau tímamót hafa nú orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra erindi með tillögu um samkomubann. En þetta er í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slík ráðstöfun er lögð til,“ sagði Katrín. Markmiðið væri eins og hingað til að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, koma í veg fyrir að faraldurinn gengi of hratt yfir, standa vörð um þá sem væru útsettastir fyrir sýkingu og tryggja að heilbrigðiskerfið standist þetta álag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að samkomubannið tæki gildi á miðnætti næst komandi sunnudag. „Með takmörkun er þá átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman. Slíkir viðburðir verða þar með óheimilir,“ sagði Svandís. Á fámennari mannamótum en hundrað verði tryggt að það séu að minnsta kosti tveir metrar á milli fólks. Þessar hömlur gilda í fjórar vikur en lögð er áhersla á að þær áætlanir geti breyst. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði samkomubannið einnig ná til skólakerfisins. „Við erum að gera það sem þarf. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun um að loka tímabundið framhaldsskólum og háskólum. Starf leikskóla og grunnskóla verður heimilt samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga,“ sagði Lilja. Framhaldsskólarnir og háskólarnir muni bjóða upp á fjarkennslu á meðan þeir væru lokaðir. Treysta á almenna skynsemi fólks Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðirnar ná til alls samfélagsins, vinnustaða og menningarstofnana þó ekki til Keflavíkurflugvallar og hafna landsins, þótt þar gildi varúðarreglur einnig. „Verslanir eru ekki undanskildar í þessu.“ Þannig að það verður takmarkað hvað margir geta farið inn í stórar verslanir til dæmis? „Já, samkvæmt þessum tillögum þá er það þannig,“ sagði Þórólfur. Boð og bönn réðu því ekki hver útkoman verði heldur hvernig hvern og einn hagaði sér. Forsætisráðherra sagði margt forystufólk í samfélaginu sem væri treystandi til að kynna sér tilmælin og leita sér ráðlegginga hjá heilbrigðisyfirvöldum. „Það verður ekki lögregla við stórmarkaði. Heldur treystum við á fólkið í landinu til að framfylgja þessu, segir Katrín. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði fólk meðal annars þurfa að meta hvort ferðir þeirra og samkomur hefðu áhrif á þá sem veikastir væru fyrir í kringum það. „Við bara treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir. Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast einhver örtröð í búðum og við höfum fréttir af því núna að það sé mjög mikið að gera í verslunum. Það eru til nógar vörur í landinu, það er til nóg af mat. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46 Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Samfélagið allt hefur verið virkjað til almannavarna með samkomubanni, öðrum takmörkunum á skólahaldi og samskiptum fólks sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjöldi viðskiptavina verslana verður takmarkað en forusta almannavarna treystir á almenna skynsemi fólks við framkvæmd reglnanna. Það dró til stórtíðinda á fréttamannafundi forsætis-, heilbrigðis- og menntamálaráðherra ásamt framvarðasveit almannavarnakerfisins í ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir sagði aðstæður kalla á fordæmalausar aðgerðir þar sem stjórnvöld hefðu fylgdu ráðum og leiðbeiningum helstu sérfræðinga. „Þau tímamót hafa nú orðið að sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra erindi með tillögu um samkomubann. En þetta er í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slík ráðstöfun er lögð til,“ sagði Katrín. Markmiðið væri eins og hingað til að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar, koma í veg fyrir að faraldurinn gengi of hratt yfir, standa vörð um þá sem væru útsettastir fyrir sýkingu og tryggja að heilbrigðiskerfið standist þetta álag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að samkomubannið tæki gildi á miðnætti næst komandi sunnudag. „Með takmörkun er þá átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman. Slíkir viðburðir verða þar með óheimilir,“ sagði Svandís. Á fámennari mannamótum en hundrað verði tryggt að það séu að minnsta kosti tveir metrar á milli fólks. Þessar hömlur gilda í fjórar vikur en lögð er áhersla á að þær áætlanir geti breyst. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði samkomubannið einnig ná til skólakerfisins. „Við erum að gera það sem þarf. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun um að loka tímabundið framhaldsskólum og háskólum. Starf leikskóla og grunnskóla verður heimilt samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga,“ sagði Lilja. Framhaldsskólarnir og háskólarnir muni bjóða upp á fjarkennslu á meðan þeir væru lokaðir. Treysta á almenna skynsemi fólks Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðirnar ná til alls samfélagsins, vinnustaða og menningarstofnana þó ekki til Keflavíkurflugvallar og hafna landsins, þótt þar gildi varúðarreglur einnig. „Verslanir eru ekki undanskildar í þessu.“ Þannig að það verður takmarkað hvað margir geta farið inn í stórar verslanir til dæmis? „Já, samkvæmt þessum tillögum þá er það þannig,“ sagði Þórólfur. Boð og bönn réðu því ekki hver útkoman verði heldur hvernig hvern og einn hagaði sér. Forsætisráðherra sagði margt forystufólk í samfélaginu sem væri treystandi til að kynna sér tilmælin og leita sér ráðlegginga hjá heilbrigðisyfirvöldum. „Það verður ekki lögregla við stórmarkaði. Heldur treystum við á fólkið í landinu til að framfylgja þessu, segir Katrín. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði fólk meðal annars þurfa að meta hvort ferðir þeirra og samkomur hefðu áhrif á þá sem veikastir væru fyrir í kringum það. „Við bara treystum á almenna skynsemi. Það er oft sagt að almenn skynsemi sé ekki mjög almenn. Það á ekki við um Íslendinga. Íslendingar eru almennt mjög skynsamir. Auðvitað höfum við séð fréttir um að það sé að myndast einhver örtröð í búðum og við höfum fréttir af því núna að það sé mjög mikið að gera í verslunum. Það eru til nógar vörur í landinu, það er til nóg af mat. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46 Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29
Hvorki grunnskóli né leikskóli á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn Starfsdagur verður í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu næstkomandi mánudag, 16. mars. 13. mars 2020 15:46
Samkomubann á vörum Íslendinga Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur. 13. mars 2020 14:25