Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2020 15:46 Frá leik á Kópavogsvelli síðasta sumar. vísir/bára Mögulegt er að fleiri en hundrað áhorfendum geti sótt leiki þegar keppni á Íslandsmótinu í fótbolta hefst á ný, væntanlega í júní. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í Sportinu í dag. Þann 4. maí verður takmörkunum á samkomubanni vegna kórónuveirunnar aflétt. Næsta skref verður svo væntanlega tekið 3-4 vikum seinna. „Eins og við horfum á þetta er næsta skref, ef allt gengur vel, hundrað manns. Þá þýðir það að það verða ekki fleiri en hundrað á sama svæði á sama leik,“ sagði Víðir. Hann segir að það væri þó hægt að hólfa stúkurnar á vellinum niður til að fleiri áhorfendur geti mætt á leikina. „Alveg eins og við höfum séð verslanir leysa þetta, eins og IKEA sem bjó til hólf fyrir hundrað manns. Það var ekki sameiginleg notkun á neinu á milli hólfa. Maður getur ímyndað sér að hægt sé að skipta stúku í tvö hundrað manna svæði,“ sagði Víðir. „Tökum Breiðablik sem dæmi. Þar eru tvær stúkur. Kannski geta verið þrjú hundrað manna svæði þar. Þetta gengur út á það að menn séu ekki með sameiginlegan inngang eða notkun á sjoppum og snyrtingu. Varðandi tveggja metra regluna þarf svæðið að vera nógu stórt til að fólk geti dreift sér skynsamlega um það,“ bætti Víðir við. Klippa: Sportið í dag - Víðir um áhorfendafjölda Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Mögulegt er að fleiri en hundrað áhorfendum geti sótt leiki þegar keppni á Íslandsmótinu í fótbolta hefst á ný, væntanlega í júní. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í Sportinu í dag. Þann 4. maí verður takmörkunum á samkomubanni vegna kórónuveirunnar aflétt. Næsta skref verður svo væntanlega tekið 3-4 vikum seinna. „Eins og við horfum á þetta er næsta skref, ef allt gengur vel, hundrað manns. Þá þýðir það að það verða ekki fleiri en hundrað á sama svæði á sama leik,“ sagði Víðir. Hann segir að það væri þó hægt að hólfa stúkurnar á vellinum niður til að fleiri áhorfendur geti mætt á leikina. „Alveg eins og við höfum séð verslanir leysa þetta, eins og IKEA sem bjó til hólf fyrir hundrað manns. Það var ekki sameiginleg notkun á neinu á milli hólfa. Maður getur ímyndað sér að hægt sé að skipta stúku í tvö hundrað manna svæði,“ sagði Víðir. „Tökum Breiðablik sem dæmi. Þar eru tvær stúkur. Kannski geta verið þrjú hundrað manna svæði þar. Þetta gengur út á það að menn séu ekki með sameiginlegan inngang eða notkun á sjoppum og snyrtingu. Varðandi tveggja metra regluna þarf svæðið að vera nógu stórt til að fólk geti dreift sér skynsamlega um það,“ bætti Víðir við. Klippa: Sportið í dag - Víðir um áhorfendafjölda Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira