Jermiane Jenas, fyrrum leikmaður og núverandi sparkspekingur, spáir því að Carlo Ancelotti tapi sínum fyrsta leik sem stjóri Everton í dag.
Everton hefur unnið fyrstu tvo leikina undir stjórn Ancelotti; heimasigur gegn Burnley og svo sigur á Newcastle á St. James’ Park í síðustu umferð.
Liðið mætir hins vegar Englandsmeisturum Manchester City í dag og Jenas segir að Gylfi og félagar fari ekki burtu frá Manchester með stigin þrjú.
„Everton er á góðu skriði undir stjórn Ancelotti en ég held að lið Guardiola hafi gæðin til að hafa getur gegn Everton,“ sagði Jenas sem spáir leiknum 3-1.
Everton have found their form under Ancelotti but will that be enough to beat City? @jjenas8 doesn't think so:
— footie5 (@footie5official) December 30, 2019
3-1
Thoughts? #MCFC#EFC#footie5
https://t.co/bIq3ORtFU5pic.twitter.com/4m6BAgkY66
Þétt verður leikið í enska boltnaum í dag en níu leikir fara fram í dag. Dagurinn hefst með leikjum Brighton og Chelsea annars vegar og Burnley og Aston Villa hins vegar klukkan 12.30.
Flautað verður til leiks í leik Manchester City og Everton klukkan 17.30 en síðasti leikur dagsins er svo grannaslagur Arsenal og Manchester United klukkan 20.00.