Rory McIlroy vildi að allir færu í kórónuveirupróf en í staðinn var Players mótinu aflýst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 07:30 Rory McIlroy gengur á milli hola á Players meistaramótinu í gær. Getty/Mike Ehrmann Players golfmótinu var aflýst í nótt en þá höfðu kylfingar lokið fyrsta hring og það leit út fyrir að PGA ætlaði að klára alla fjóra dagana. Það breyttist hins vegar snögglega. Players mótið er eitt stærsta golfmót hvers árs þótt ekki teljist það sem risamót. Mótið átti að fara fram án áhorfenda. PGA tók þá ákvörðuna að aflýsa mótinu eftir fyrsta hring af fjórum og sömu sögu má segja af þremur næstu mótum á mótaröðinni eða Valspar Championship, WGC-Dell Technologies Match Play og Valero Texas Open sem öllum hefur nú verið aflýst. PGA Tour calls off Players Championship to leave Masters in doubt https://t.co/nVAuPXthrN— Guardian sport (@guardian_sport) March 13, 2020 „Örar breytingar á aðstæðum kalla á það að Players meistaramótinu verði aflýst. Öll PGA mót fram yfir Valero Texas Open eru einnig úr sögunni,“ sagði í tilkynningu frá PGA samtökunum. „Það er mikil eftirsjá eftir þessu móti. Við höfum hins vegar heitið því frá byrjun að vera ábyrgðarfullir, hugulsamir og með allt upp á borðinu í okkar ákvörðunartöku. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að búa til öruggt umhverfi fyrir okkar kylfinga svo við gætum klárað mótið og með því að gefa áhugafólki nauðsynlega hvíld frá núverandi ástandi,“ segir í yfirlýsingunni. Frestunin kom aðeins nokkrum klukkutímum eftir að efsti maður heimslistans, Norður Írinn Rory McIlroy, kallaði eftir því að allir kylfingar og kylfusveinar á Players meistaramótinu færu í kórónuveirupróf og ef að einhver fengi jákvæða niðurstöðu þá yrði að hætta við mótið. Nearly 10 hours after deciding to hold the Players Championship without spectators, the PGA Tour reversed course and canceled the tournament. https://t.co/2CvVzUoajy— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 13, 2020 „Það þurfa allir að fara í próf. Ef við ætlum að halda áfram að spila á PGA mótaröðinni þá þurfa allir kylfingar og þeir sem koma að mótunum að fara í sýnatöku svo við pössum upp á það að enginn okkar sé með kórónuveiruna,“ sagði Rory McIlroy og bætti við: „Allir vita af þú getur verið með kórónuveiruna án þess að sýna einkenni en um leið smitað einhvern annan sem getur síðan orðið mjög veikur,“ sagði McIlroy. Golf Wuhan-veiran Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Sjá meira
Players golfmótinu var aflýst í nótt en þá höfðu kylfingar lokið fyrsta hring og það leit út fyrir að PGA ætlaði að klára alla fjóra dagana. Það breyttist hins vegar snögglega. Players mótið er eitt stærsta golfmót hvers árs þótt ekki teljist það sem risamót. Mótið átti að fara fram án áhorfenda. PGA tók þá ákvörðuna að aflýsa mótinu eftir fyrsta hring af fjórum og sömu sögu má segja af þremur næstu mótum á mótaröðinni eða Valspar Championship, WGC-Dell Technologies Match Play og Valero Texas Open sem öllum hefur nú verið aflýst. PGA Tour calls off Players Championship to leave Masters in doubt https://t.co/nVAuPXthrN— Guardian sport (@guardian_sport) March 13, 2020 „Örar breytingar á aðstæðum kalla á það að Players meistaramótinu verði aflýst. Öll PGA mót fram yfir Valero Texas Open eru einnig úr sögunni,“ sagði í tilkynningu frá PGA samtökunum. „Það er mikil eftirsjá eftir þessu móti. Við höfum hins vegar heitið því frá byrjun að vera ábyrgðarfullir, hugulsamir og með allt upp á borðinu í okkar ákvörðunartöku. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að búa til öruggt umhverfi fyrir okkar kylfinga svo við gætum klárað mótið og með því að gefa áhugafólki nauðsynlega hvíld frá núverandi ástandi,“ segir í yfirlýsingunni. Frestunin kom aðeins nokkrum klukkutímum eftir að efsti maður heimslistans, Norður Írinn Rory McIlroy, kallaði eftir því að allir kylfingar og kylfusveinar á Players meistaramótinu færu í kórónuveirupróf og ef að einhver fengi jákvæða niðurstöðu þá yrði að hætta við mótið. Nearly 10 hours after deciding to hold the Players Championship without spectators, the PGA Tour reversed course and canceled the tournament. https://t.co/2CvVzUoajy— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 13, 2020 „Það þurfa allir að fara í próf. Ef við ætlum að halda áfram að spila á PGA mótaröðinni þá þurfa allir kylfingar og þeir sem koma að mótunum að fara í sýnatöku svo við pössum upp á það að enginn okkar sé með kórónuveiruna,“ sagði Rory McIlroy og bætti við: „Allir vita af þú getur verið með kórónuveiruna án þess að sýna einkenni en um leið smitað einhvern annan sem getur síðan orðið mjög veikur,“ sagði McIlroy.
Golf Wuhan-veiran Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Sjá meira