Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 23:15 Frystivara selst einna mest á óvissutímum sem þessum. Myndiner tekin í Bónus í Skeifunni í kvöld. Vísir/Sunna Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna
Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06
Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04