Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 23:15 Frystivara selst einna mest á óvissutímum sem þessum. Myndiner tekin í Bónus í Skeifunni í kvöld. Vísir/Sunna Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna
Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06
Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04