„Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Sylvía Hall skrifar 23. maí 2020 19:11 Piers Morgan er verulega ósáttur við hegðun ráðgjafa forsætisráðherrans. Vísir/Getty Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. Ráðgjafinn, Dominic Cummings, er sakaður um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði 400 kílómetra leið til foreldra sinna. „Ef Boris rekur ekki Cummings í dag, þá mun ég lýsa því yfir að útgöngubanninu sé lokið og keyra til þess að hitta foreldra mína (í tveggja metra fjarlægð) í fyrsta skiptið í 12 vikur,“ skrifaði Piers á Twitter-síðu sína, greinilega ósáttur við stöðu mála. „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin.“ If Boris doesn’t fire Cummings today, then I will deem the Lockdown over & drive down to see my parents (from a 2m distance) for the first time in 12 weeks. I’m not having one rule for these clowns & another for the rest of us. pic.twitter.com/EMGb9ETTVf— Piers Morgan (@piersmorgan) May 23, 2020 Kallað hefur verið eftir afsögn Cummings en breskir fjölmiðlar sátu fyrir honum fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag. Aðspurður sagðist honum vera sama um hvernig þetta liti út, þetta væri spurning um að gera það rétta í stöðunni. „Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Downingstræti 10 sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn hjá foreldrum sínum, þar sem hann hafði haft grun um að bæði hann sjálfur og eiginkona sín væru smituð af kórónuveirunni. „Fjölskylda hans hafði boðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni meðan þau sinntu honum.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. Ráðgjafinn, Dominic Cummings, er sakaður um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum í lok mars þegar hann keyrði 400 kílómetra leið til foreldra sinna. „Ef Boris rekur ekki Cummings í dag, þá mun ég lýsa því yfir að útgöngubanninu sé lokið og keyra til þess að hitta foreldra mína (í tveggja metra fjarlægð) í fyrsta skiptið í 12 vikur,“ skrifaði Piers á Twitter-síðu sína, greinilega ósáttur við stöðu mála. „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin.“ If Boris doesn’t fire Cummings today, then I will deem the Lockdown over & drive down to see my parents (from a 2m distance) for the first time in 12 weeks. I’m not having one rule for these clowns & another for the rest of us. pic.twitter.com/EMGb9ETTVf— Piers Morgan (@piersmorgan) May 23, 2020 Kallað hefur verið eftir afsögn Cummings en breskir fjölmiðlar sátu fyrir honum fyrir utan heimili hans í Lundúnum í dag. Aðspurður sagðist honum vera sama um hvernig þetta liti út, þetta væri spurning um að gera það rétta í stöðunni. „Þetta snýst ekki um það sem ykkur [fjölmiðlum] finnst.“ Downingstræti 10 sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem sagði að Cummings hefði haft fullan rétt á því að leita pössunar fyrir fjögurra ára gamlan son sinn hjá foreldrum sínum, þar sem hann hafði haft grun um að bæði hann sjálfur og eiginkona sín væru smituð af kórónuveirunni. „Fjölskylda hans hafði boðið fram aðstoð sína svo hann hélt sig nærri henni meðan þau sinntu honum.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Cummings segir ekkert athugavert við ferðalög sín á meðan ferðabann var í gildi Helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sem gagnrýndur hefur verið fyrir að hafa ferðast um langa vegu til þess að einangra sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirunnar, segir hegðun sína ekki hafa verið óeðlilega og hann hafi farið að lögum. 23. maí 2020 15:29
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41
Skilur að fólk sé pirrað á flóknum reglum Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir skiljanlegt að fólk sé pirrað á nýjum reglum yfirvalda þar í landi, en ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir flókna reglusetningu í kórónuveirufaraldrinum. 17. maí 2020 11:38