Ekkert mjög langur tími frá því gosórói sést og þar til kvikan kemur upp á yfirborðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2020 12:24 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. vísir/vilhelm Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira