Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Mönchengladbach hafa margoft í gegnum tíðina sýnt að þeir styðja sitt lið í gegnum súrt og sætt og það hefur enn og aftur sannað sig.
Þýska úrvalsdeildin byrjaði aftur að rúlla um síðustu helgi er Mönchengladbach vann góðan útisigur á Eintracht Frankfurt en þrettán þúsund stuðningsmenn liðsins hafa keypt „miða“ á leik liðsins gegn Bayer Leverkusen sem er nú í gangi
Hver stuðningsmaður borgaði nítján evrur fyrir pappaspjald af sér á vellinum en það eru tæplega þrjú þúsund íslenskar krónur. Þannig safnaði liðið 247 þúsund evrum sem er ansi vel þegið á tímum eins og þessum þar sem mörg lið berjast í bökkum vegna áhrifa kórónuveirunnar.
Mönchengladbach er í harðri toppbaráttu. Liðið er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 52 stig, tveimur stigum á eftir Dortmund sem er í öðru sætinu en sex stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Þeir eru svo stigi á undan Leipzig sem er í 4. sætinu og tveimur á undan Leverkusen sem er í því fimmta.
13,000 'fans' will be in attendance for @Borussia's 1st home game back after the Bundesliga restarted.
— S P O R F (At ) (@Sporf) May 23, 2020
Each fan paid 19 for a cardboard cutout of themselves to be in the stadium.
Should other clubs follow their lead? pic.twitter.com/kgtQZhGrzI