„Snýst meira um hvernig þú spilar leikinn gegn ákveðnum óvin heldur en hvað þú getur gert sjálfur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 14:00 Vodafone deildin heldur áfram í kvöld. Yfir tuttugu lið hafa barist um að það síðustu vikur að komast á stórmeistaramót Vodafone í CS:GO en fjögur laus sæti eru á stórmeistaramótinu þegar átta lið eru eftir í áskorendamótinu. Efstu fjögur liðin tryggja sig áfram. Árni Bent Þráinsson og samherjar hans í XY AT eru á meðal þeirra liða sem eru eftir í opttinum en liðið er eitt af tveimur liðum sem Crossfit-stöðin Crossfit XY er með í mótinu. Þeir mæta Dusty Academy í fyrsta leik dagsins en Dusty-liðið er byggt af ungum framtíðarstjörnum sem fá þjálfun frá aðalþjálfara Dusty-liðsins sem er besta lið landsins. „Þetta er æðislegt,“ sagði Árni Bent í samtali við Vísi í dag. Árni er eini leikmaðurinn í liði XY AT sem hefur áður spilað í úrvalsdeildinni en hann segir þó að það sé ekki mikil pressa á sér. „Nei, ég myndi ekki að segja að það væri að pressa á mér að standa mig en ég er búinn að vera í öllum mótunum hingað til og ég veit hvað ég get gert. Aðal pressan á mér nú til dags er að taka réttar ákvarðanir og taka réttar ákvarðanir út frá því.“ Hann segir að vinir sínir að norðan séu það lið sem þurfi að vinna til þess að komast áfram.„Ég myndi segja Þór. Það var stórskemmtilegt að spila við þá í úrvalsdeildinni og það er góður vinur minn í liðinu svo ég segi Þór ef ég ætti ekki að segja mitt lið í XY.“ Árni segir að það hafi mikið breyst frá því að hann kom fyrst inn í senuna. „Þetta er stanslaust að þróast og maður sér það ef maður horfir til dæmis á fyrsta hlutann af deildinni sem var að klárast. Maður sér allt umfangið, útsendinguna og þetta er komið á sér rás fyrir þetta sem er algjörlega æðislegt.“ „Maður sér íþróttafélögin sem voru bara að taka þátt í fyrstu seríunni eru nú komin í þetta af fullum krafti og eru komin með íþróttastarf og allt komið af stað. Nú eru allir í kringum mótin komnir með tveggja til þriggja ára reynslu og þetta verður betra og betra. Tíminn hjálpar mikið.“ En hvernig æfir maður sig eiginlega fyrir svona leik? „Það er í tvennu lagi hjá mér. Annars vegar það sem kemur að liðinu og svo að mér sjálfum. Með liðinu er mikilvægt að fara yfir plön og vera viss um að allir viti hvað á að gerast. Fara yfir hvar allir eiga að vera og hvernig eigi að bregðast við ákveðnum hlutum, eins og hvað óvinirnir vilja gera. Það er mikilvægt að vera einu skrefi á undan óvininum.“ „Þetta snýst meira um á þessu stigi að hvernig þú spilar leikinn gegn ákveðnum óvin heldur en hvað þú getur gert sjálfur. Hjá mér persónulega er mikilvægt að ég sé að hitta skotin mín og ákvarðanir séu á réttu stigi. Ég er einnig með mikið af hugmyndum og það er mikilvægt að þær framkvæmist rétt,“ sagði Árni að lokum áður en hann hélt áfram að hvíla sig fyrir átök kvöldsins. Útsending hefst á Stöð 2 eSport í kvöld klukkan 20.00. Rafíþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Yfir tuttugu lið hafa barist um að það síðustu vikur að komast á stórmeistaramót Vodafone í CS:GO en fjögur laus sæti eru á stórmeistaramótinu þegar átta lið eru eftir í áskorendamótinu. Efstu fjögur liðin tryggja sig áfram. Árni Bent Þráinsson og samherjar hans í XY AT eru á meðal þeirra liða sem eru eftir í opttinum en liðið er eitt af tveimur liðum sem Crossfit-stöðin Crossfit XY er með í mótinu. Þeir mæta Dusty Academy í fyrsta leik dagsins en Dusty-liðið er byggt af ungum framtíðarstjörnum sem fá þjálfun frá aðalþjálfara Dusty-liðsins sem er besta lið landsins. „Þetta er æðislegt,“ sagði Árni Bent í samtali við Vísi í dag. Árni er eini leikmaðurinn í liði XY AT sem hefur áður spilað í úrvalsdeildinni en hann segir þó að það sé ekki mikil pressa á sér. „Nei, ég myndi ekki að segja að það væri að pressa á mér að standa mig en ég er búinn að vera í öllum mótunum hingað til og ég veit hvað ég get gert. Aðal pressan á mér nú til dags er að taka réttar ákvarðanir og taka réttar ákvarðanir út frá því.“ Hann segir að vinir sínir að norðan séu það lið sem þurfi að vinna til þess að komast áfram.„Ég myndi segja Þór. Það var stórskemmtilegt að spila við þá í úrvalsdeildinni og það er góður vinur minn í liðinu svo ég segi Þór ef ég ætti ekki að segja mitt lið í XY.“ Árni segir að það hafi mikið breyst frá því að hann kom fyrst inn í senuna. „Þetta er stanslaust að þróast og maður sér það ef maður horfir til dæmis á fyrsta hlutann af deildinni sem var að klárast. Maður sér allt umfangið, útsendinguna og þetta er komið á sér rás fyrir þetta sem er algjörlega æðislegt.“ „Maður sér íþróttafélögin sem voru bara að taka þátt í fyrstu seríunni eru nú komin í þetta af fullum krafti og eru komin með íþróttastarf og allt komið af stað. Nú eru allir í kringum mótin komnir með tveggja til þriggja ára reynslu og þetta verður betra og betra. Tíminn hjálpar mikið.“ En hvernig æfir maður sig eiginlega fyrir svona leik? „Það er í tvennu lagi hjá mér. Annars vegar það sem kemur að liðinu og svo að mér sjálfum. Með liðinu er mikilvægt að fara yfir plön og vera viss um að allir viti hvað á að gerast. Fara yfir hvar allir eiga að vera og hvernig eigi að bregðast við ákveðnum hlutum, eins og hvað óvinirnir vilja gera. Það er mikilvægt að vera einu skrefi á undan óvininum.“ „Þetta snýst meira um á þessu stigi að hvernig þú spilar leikinn gegn ákveðnum óvin heldur en hvað þú getur gert sjálfur. Hjá mér persónulega er mikilvægt að ég sé að hitta skotin mín og ákvarðanir séu á réttu stigi. Ég er einnig með mikið af hugmyndum og það er mikilvægt að þær framkvæmist rétt,“ sagði Árni að lokum áður en hann hélt áfram að hvíla sig fyrir átök kvöldsins. Útsending hefst á Stöð 2 eSport í kvöld klukkan 20.00.
Rafíþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport