Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:30 Diego Costa sýndi mönnum í gær hvað hann hefur svartan húmor. Getty/ DeFodi Images Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter. Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira
Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter.
Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira