Gylfi Þór vonast til að Everton endi tímabilið vel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 11:45 Síðasti leikur Everton áður en úrvalsdeildinni var frestað var 4-0 tap gegn Chelsea. James Williamson/Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, segir að frestun úrvalsdeildarinnar hafi komið sér einkar illa fyrir Everton þar sem hinn ítalski Carlo Ancelotti hafði aðeins verið þrjá mánuði starfi. Gylfi Þór var í viðtali við Sky Sports í morgun en ensk félög hófu æfingar að nýju í gær. Um frestun deildarinnar „Hún hefur ekki komið sér vel. Við vorum að venjast nýjum þjálfara og vorum enn að læra hvað hann vill fá frá okkur. Okkur hlakkar samt til síðustu níu leikja tímabilsins. Vonandi getum við komið sterkir inn úr pásunni og endað tímabilið vel,“ sagði Gylfi í viðtalinu. Um nýja stöðu í Everton-liðinu Everton hefur aðallega spilað 4-4-2 leikkerfi síðan Duncan Ferguson tók við sem bráðabirgðastjóri og Ancelotti hefur haldið því áfram. Þar á undan hafði Gylfi Þór aðallega leikið í „holunni“ á bakvið framherja liðsins þar sem hann blómstraði. Skoraði hann til að mynda fjórtán mörk á síðustu leiktíð en nú er hann hluti af tveggja manna miðju ásamt því að spila einstaka sinnum út á væng. „Ég hef verið hluti af tveggja manna miðju með íslenska landsliðinu og það er ekki mín náttúrulega staða á vellinum. Ég hef spilað flesta leiki (síðan Ancelotti tók við) og er orðinn vanur að spila þessa stöðu fyrir Ancelotti. Ég fæ ekki jafn mörg tækifæri til að fara fram á við og ég myndi vilja en þetta er eitthvað nýtt og ég nýt þess mjög.“ Um að spila fyrir luktum dyrum Gylfi fylgdist vel með því þegar þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað síðastliðna helgi en allir leikirnir fóru fram fyrir luktum dyrum. Slíkt hið sama verður upp á teningnum í ensku deildinni og Gylfi er ekki beint spenntur fyrir því. „Ég held það eigi eftir að hafa gífurleg áhrif. Stuðningsmennirnir búa til andrúmsloftið og þeim fylgir mikil ástríða. Við leikmennirnir nærumst á því svo að sjálfsögðu veltir maður því fyrir sér hvernig það mun til dæmis vera að fagna marki.“ „Það verður allt öðruvísi að vinna leiki með enga stuðningsmenn í stúkunni en það verður ánægjulegt fyrir þá að hafa allavega fótbolta í sjónvarpinu. Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið í rétta átt og við fáum stuðningsmenn aftur í stúkuna sem fyrst.“ Um ást sína á enska boltanum Að lokum ræddi Gylfi um ást sína á enska boltanum en 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016 er eftirminnilegasti leikur hans á ferlinum. Er hann með málverk af sér að faðma föður sinn í leikslok í stofunni heima hjá sér. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar á EM í Frakklandi 2016.Vísir/EPA „Áhugi minn á enska boltanum byrjaði þegar ég var mjög ungur. Enska úrvalsdeildin var í sjónvarpinu og pabbi minn horfði venjulega á leiki með honum á bæði laugardögum og sunnudögum. Síðan fór ég á reynslu hjá nokkrum liðum og endaði á að skrifa undir hjá Reading.“ Þá viðurkenndi Gylfi að hann væri mjög spenntur fyrir því að komast aftur á æfingasvæðið. „Það hefur verið ánægjulegt að eyða tíma með fjölskyldunni og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. En ég og strákarnir í liðinu erum mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingu,“ sagði Gylfi að endingu. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. 21. maí 2020 11:00 Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, segir að frestun úrvalsdeildarinnar hafi komið sér einkar illa fyrir Everton þar sem hinn ítalski Carlo Ancelotti hafði aðeins verið þrjá mánuði starfi. Gylfi Þór var í viðtali við Sky Sports í morgun en ensk félög hófu æfingar að nýju í gær. Um frestun deildarinnar „Hún hefur ekki komið sér vel. Við vorum að venjast nýjum þjálfara og vorum enn að læra hvað hann vill fá frá okkur. Okkur hlakkar samt til síðustu níu leikja tímabilsins. Vonandi getum við komið sterkir inn úr pásunni og endað tímabilið vel,“ sagði Gylfi í viðtalinu. Um nýja stöðu í Everton-liðinu Everton hefur aðallega spilað 4-4-2 leikkerfi síðan Duncan Ferguson tók við sem bráðabirgðastjóri og Ancelotti hefur haldið því áfram. Þar á undan hafði Gylfi Þór aðallega leikið í „holunni“ á bakvið framherja liðsins þar sem hann blómstraði. Skoraði hann til að mynda fjórtán mörk á síðustu leiktíð en nú er hann hluti af tveggja manna miðju ásamt því að spila einstaka sinnum út á væng. „Ég hef verið hluti af tveggja manna miðju með íslenska landsliðinu og það er ekki mín náttúrulega staða á vellinum. Ég hef spilað flesta leiki (síðan Ancelotti tók við) og er orðinn vanur að spila þessa stöðu fyrir Ancelotti. Ég fæ ekki jafn mörg tækifæri til að fara fram á við og ég myndi vilja en þetta er eitthvað nýtt og ég nýt þess mjög.“ Um að spila fyrir luktum dyrum Gylfi fylgdist vel með því þegar þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað síðastliðna helgi en allir leikirnir fóru fram fyrir luktum dyrum. Slíkt hið sama verður upp á teningnum í ensku deildinni og Gylfi er ekki beint spenntur fyrir því. „Ég held það eigi eftir að hafa gífurleg áhrif. Stuðningsmennirnir búa til andrúmsloftið og þeim fylgir mikil ástríða. Við leikmennirnir nærumst á því svo að sjálfsögðu veltir maður því fyrir sér hvernig það mun til dæmis vera að fagna marki.“ „Það verður allt öðruvísi að vinna leiki með enga stuðningsmenn í stúkunni en það verður ánægjulegt fyrir þá að hafa allavega fótbolta í sjónvarpinu. Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið í rétta átt og við fáum stuðningsmenn aftur í stúkuna sem fyrst.“ Um ást sína á enska boltanum Að lokum ræddi Gylfi um ást sína á enska boltanum en 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016 er eftirminnilegasti leikur hans á ferlinum. Er hann með málverk af sér að faðma föður sinn í leikslok í stofunni heima hjá sér. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar á EM í Frakklandi 2016.Vísir/EPA „Áhugi minn á enska boltanum byrjaði þegar ég var mjög ungur. Enska úrvalsdeildin var í sjónvarpinu og pabbi minn horfði venjulega á leiki með honum á bæði laugardögum og sunnudögum. Síðan fór ég á reynslu hjá nokkrum liðum og endaði á að skrifa undir hjá Reading.“ Þá viðurkenndi Gylfi að hann væri mjög spenntur fyrir því að komast aftur á æfingasvæðið. „Það hefur verið ánægjulegt að eyða tíma með fjölskyldunni og hugsa um eitthvað annað en fótbolta. En ég og strákarnir í liðinu erum mjög spenntir fyrir því að komast aftur á æfingu,“ sagði Gylfi að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. 21. maí 2020 11:00 Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. 21. maí 2020 11:00
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33