Slökkvilið Akureyrar var kallað aftur að húsi við Hafnarstræti á Akureyri í morgun þegar eldur blossaði þar upp á ný að sögn Rolfs Tryggvasonar hjá slökkviliði Akureyrar.
Eldur kviknaði í húsinu á þriðjudagskvöld og er einn í alvarlegu ástandi eftir að hafa verið bjargað úr logandi húsinu. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur
Aftur kviknaði út frá glæðum í húsinu um klukkan tíu í morgun og tókst að slökkva eldinn um tuttugu mínútum seinna. Til stendur að rífa húsið á næstu dögum að sögn Rolfs.