Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2020 18:37 Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“ Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“
Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11