Setur kröfur á þá leikmenn sem Man. United kaupir í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 08:00 Bruno Fernandes hefur gjörbreytt liði Manchester United. vísir/getty Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann. Fernandes sló í gegn með United á upphafsmánuðunum eftir að hafa komið frá Sporting í janúar og var meðal annars valinn leikmaður mánaðarins í febrúar áður en fótboltinn var stöðvaður vegna kórónuveirunar. Fernandez er mikill sigurvegari og fór ekkert leynt með það í viðtali sem birtist við hann á heimasíðu United í gær þar sem stuðningsmenn fengu að spyrja hann spjörunum úr. „Ég vil vinna allt. Ég er hungraður í að vinna allt. Ég kom til Manchester til þess að vinna titla. Deildina, Meistaradeildina, allt. Við vitum hvaða gæði búa í Manchester. Við erum með ungt lið, unga leikmenn en við erum með mikil gæði,“ sagði Portúgalinn. Bruno Fernandes has urged United to sign winners in the transfer window to join the 'big' squad at Ole Gunnar Solskjaer's disposal. #MUFC @AlexCTurk https://t.co/NjtOsclAsh— StretfordPaddock (@StretfordPaddck) April 16, 2020 „Það skiptir ekki máli að við erum ungir og aðrir hafa meiri reynslu en við því við erum einnig með eldri leikmenn sem geta hjálpað þeim yngri. Ég veit ekki hvað gerist fyrir næstu leiktíð en Manchester er stórt félag og reglulega kaupa þeir leikmenn. Þeir eru stórt félag og hingað vilja allir koma.“ „Við erum stórt lið en allir sem koma hingað þurfa að koma hingað til þess að vinna. Bara með hugann við það að vinna. Ég vil fólk sem er hungrað í að vinna titla og vinna allt. Ég get skynjað það í hópnum að allir vilja vinna,“ sagði Portúgalinn. Man. United var á miklu skriði þegar enski boltinn var settur á ís en þeir unnu átta af ellefu leikjunum eftir að Bruno kom til félagsins og voru þeir komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann. Fernandes sló í gegn með United á upphafsmánuðunum eftir að hafa komið frá Sporting í janúar og var meðal annars valinn leikmaður mánaðarins í febrúar áður en fótboltinn var stöðvaður vegna kórónuveirunar. Fernandez er mikill sigurvegari og fór ekkert leynt með það í viðtali sem birtist við hann á heimasíðu United í gær þar sem stuðningsmenn fengu að spyrja hann spjörunum úr. „Ég vil vinna allt. Ég er hungraður í að vinna allt. Ég kom til Manchester til þess að vinna titla. Deildina, Meistaradeildina, allt. Við vitum hvaða gæði búa í Manchester. Við erum með ungt lið, unga leikmenn en við erum með mikil gæði,“ sagði Portúgalinn. Bruno Fernandes has urged United to sign winners in the transfer window to join the 'big' squad at Ole Gunnar Solskjaer's disposal. #MUFC @AlexCTurk https://t.co/NjtOsclAsh— StretfordPaddock (@StretfordPaddck) April 16, 2020 „Það skiptir ekki máli að við erum ungir og aðrir hafa meiri reynslu en við því við erum einnig með eldri leikmenn sem geta hjálpað þeim yngri. Ég veit ekki hvað gerist fyrir næstu leiktíð en Manchester er stórt félag og reglulega kaupa þeir leikmenn. Þeir eru stórt félag og hingað vilja allir koma.“ „Við erum stórt lið en allir sem koma hingað þurfa að koma hingað til þess að vinna. Bara með hugann við það að vinna. Ég vil fólk sem er hungrað í að vinna titla og vinna allt. Ég get skynjað það í hópnum að allir vilja vinna,“ sagði Portúgalinn. Man. United var á miklu skriði þegar enski boltinn var settur á ís en þeir unnu átta af ellefu leikjunum eftir að Bruno kom til félagsins og voru þeir komnir upp í 5. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira