Sterkasti fellibylurinn í áratugi nálgast Indland og Bangladess Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 10:36 Regnhlífar veita litla vernd gegn úrkomunni sem kom á undan fellibylnum Amphan í Bhadrak á Austur-Indlandi í dag. Á þriðju milljón manna hefur þurft að flýja veðrið. Vísir/AP Úrhellisrigning og hvassviðri eru undanfari fellibylsins Amphan á austanverðu Indlandi og Bangladess. Fellibylurinn er sagður sá öflugasti á þessum slóðum í tvo áratugi og hefur milljónum manna verið gert að hafa sig á brot frá leið hans. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum með Amphan sem nálgast yfir Bengalflóa. Indverska veðurstofan gerir ráð fyrir að bylurinn gangi á land þar síðdegis eða í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að auga fellibyljarins fari fyrst yfir Sundarbans, svæði við landamærin að Bangladess þar sem einn stærsta fenjaviðarskóg í heimi er að finna, og verði þá þriðja stigs fellibylur. Fellibylurinn á svo að færast til norður og norðausturs nærri stórborginni Kolkata á Indlandi. Á morgun er búist við að stormurinn gangi inn í Bangladess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kórónuveirufaraldurinn og reglur um félagsforðun eru sagðar hafa torveldað rýmingu svæðisins sem er á leið Amphan. Bæði ríki hafa breytt skólum og fleiri byggingum í bráðbirgðaskýli en þurfa meira pláss en vanalega til að tryggja fjarlægð á milli þeirra nauðstöddu. Amphan er fyrsti stóri fellubylurinn í Bengalflóa frá 1999 en þá fórust fleiri en níu þúsund manns. Um 3.500 manns fórust í fellibylnum Sidr árið 2007, flestir vegna sjávarflóða. Indland Bangladess Tengdar fréttir Tveimur milljónum manna gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Amphan Indverjar og Bangladessar búa sig undir komu fellibylsins Amphan sem nálgast nú landi. 19. maí 2020 07:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Úrhellisrigning og hvassviðri eru undanfari fellibylsins Amphan á austanverðu Indlandi og Bangladess. Fellibylurinn er sagður sá öflugasti á þessum slóðum í tvo áratugi og hefur milljónum manna verið gert að hafa sig á brot frá leið hans. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum með Amphan sem nálgast yfir Bengalflóa. Indverska veðurstofan gerir ráð fyrir að bylurinn gangi á land þar síðdegis eða í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að auga fellibyljarins fari fyrst yfir Sundarbans, svæði við landamærin að Bangladess þar sem einn stærsta fenjaviðarskóg í heimi er að finna, og verði þá þriðja stigs fellibylur. Fellibylurinn á svo að færast til norður og norðausturs nærri stórborginni Kolkata á Indlandi. Á morgun er búist við að stormurinn gangi inn í Bangladess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kórónuveirufaraldurinn og reglur um félagsforðun eru sagðar hafa torveldað rýmingu svæðisins sem er á leið Amphan. Bæði ríki hafa breytt skólum og fleiri byggingum í bráðbirgðaskýli en þurfa meira pláss en vanalega til að tryggja fjarlægð á milli þeirra nauðstöddu. Amphan er fyrsti stóri fellubylurinn í Bengalflóa frá 1999 en þá fórust fleiri en níu þúsund manns. Um 3.500 manns fórust í fellibylnum Sidr árið 2007, flestir vegna sjávarflóða.
Indland Bangladess Tengdar fréttir Tveimur milljónum manna gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Amphan Indverjar og Bangladessar búa sig undir komu fellibylsins Amphan sem nálgast nú landi. 19. maí 2020 07:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Tveimur milljónum manna gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Amphan Indverjar og Bangladessar búa sig undir komu fellibylsins Amphan sem nálgast nú landi. 19. maí 2020 07:41