Tveggja ára tvinnbíll fuðraði upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 16:28 Slökkviliðsmenn á Svínvetningabraut á sunnudaginn. Tvinnbíllinn í ljósum logum í bakgrunni. Róbert Daníel Jónsson Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn. Aðdragandi brunans var sá að eigandi tvinnbílsins, tveggja ára Mitsubishi Outlander, kom fólki til aðstoðar vegna bíls sem var bilaður og lagt úti í vegakanti. Ekki tókst að koma bilaða bílnum í gang. Bauðst eigandi tvinnbílsins til að skutla fólkinu en ekki kom til þess. Áður en hægt var að ferja farþega bilaða bílsins um borð í tvinnbílinn kviknaði blossi. Sigurvaldi Sigurjónsson, bóndi á Kárastöðum, ók fram á fólkið í þann mund sem kviknaði í. „Svo kem ég keyrandi að og þá kom blossi framan úr rafmagnsbílum. Það var eins og hefði verið kveikt á gastæki. Svo fuðraði þetta upp,“ segir Sigurvaldi. Aðalatriðið að enginn slasaðist Róbert Daníel Jónsson náði myndum af aðstæðum á Svínvetningabraut sem fylgja fréttinni. Eins og sést á myndunum var um mikinn eld að ræða. BlönduósRóbert Daníel Jónsson „Þau hringdu í 112 og fengu þau ráð að við ættum að forða okkur langt í burtu því mengunin frá eldinum væri svo ógeðsleg. Við gátum ekkert gert nema horfa á bílinn brenna,“ segir Sigurvaldi. Eigandi bílsins hafi verið í nokkru uppnámi til að byrja með en róast í framhaldinu. „Aðalatriðið er auðvitað að fólkið sleppi. Það er hægt að bæta hitt.“ Bílinn var tveggja ára og hefur Sigurvaldi eftir eigandanum að hann hafi verið tryggður. Óljóst hvað olli eldinum Í framhaldinu bar slökkvilið að garði og tók til við að slökkva eldinn. Þá hafði hann borist í sinu. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er óljóst af hverju kviknaði í bílnum. Fólkið er búsett á Blönduósi. Blönduós Slökkvilið Bílar Húnavatnshreppur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn. Aðdragandi brunans var sá að eigandi tvinnbílsins, tveggja ára Mitsubishi Outlander, kom fólki til aðstoðar vegna bíls sem var bilaður og lagt úti í vegakanti. Ekki tókst að koma bilaða bílnum í gang. Bauðst eigandi tvinnbílsins til að skutla fólkinu en ekki kom til þess. Áður en hægt var að ferja farþega bilaða bílsins um borð í tvinnbílinn kviknaði blossi. Sigurvaldi Sigurjónsson, bóndi á Kárastöðum, ók fram á fólkið í þann mund sem kviknaði í. „Svo kem ég keyrandi að og þá kom blossi framan úr rafmagnsbílum. Það var eins og hefði verið kveikt á gastæki. Svo fuðraði þetta upp,“ segir Sigurvaldi. Aðalatriðið að enginn slasaðist Róbert Daníel Jónsson náði myndum af aðstæðum á Svínvetningabraut sem fylgja fréttinni. Eins og sést á myndunum var um mikinn eld að ræða. BlönduósRóbert Daníel Jónsson „Þau hringdu í 112 og fengu þau ráð að við ættum að forða okkur langt í burtu því mengunin frá eldinum væri svo ógeðsleg. Við gátum ekkert gert nema horfa á bílinn brenna,“ segir Sigurvaldi. Eigandi bílsins hafi verið í nokkru uppnámi til að byrja með en róast í framhaldinu. „Aðalatriðið er auðvitað að fólkið sleppi. Það er hægt að bæta hitt.“ Bílinn var tveggja ára og hefur Sigurvaldi eftir eigandanum að hann hafi verið tryggður. Óljóst hvað olli eldinum Í framhaldinu bar slökkvilið að garði og tók til við að slökkva eldinn. Þá hafði hann borist í sinu. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er óljóst af hverju kviknaði í bílnum. Fólkið er búsett á Blönduósi.
Blönduós Slökkvilið Bílar Húnavatnshreppur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira