Segir Heimi hafa gert mistök með liðsvalinu gegn Nígeríu: „Veit ekki hvort þetta var vanmat“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2020 14:30 Kári í leiknum gegn Nígeríu í Volgograd á HM 2018. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00