„Sonur minn fékk ekkert tækifæri“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 20:05 Helgi Vilhjálmsson. Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. Árið 2011 var Gunnar Rúnar Sigurþórsson dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Morðið vakti mikinn óhug í þjóðfélaginu en það þótti sérstaklega kaldrifjað og hrottafengið. Samkvæmt dómskjölum hafði Gunnar undirbúið ódæðið yfir nokkurra mánaða tímabil og réðst hann svo til atlögu að Hannesi þar sem hann lá sofandi á heimili sínu og átti sér einskis ills von. Það vakti því furðu margra þegar Gunnar Rúnar fór að láta á sér kræla, frjáls ferða sinna, í Hafnarfirðinum sumarið 2017 en þá voru einungis 6 ár liðin frá því hann hlaut dóm í Hæstarétti. Þá var Gunnar byrjaður að fara heim til sín í dagsleyfi þar sem hann afplánaði í opnu fangelsi að Sogni. Gunnar er nú á áfangaheimilinu Vernd og sótti vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku. Sjá einnig: Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Ísland í dag settist niður með Helga í Góu til að leita viðbragða hans við málinu. Helgi segist gáttaður yfir því að Gunnar sé laus úr fangelsi og eigi erfitt með að skilja af hverju hann sé í Hafnarfirði, þar sem allir þekkja hann. „Ég myndi segja að maðurinn sjálfur og þeir sem eru í kringum hann ættu að ráðleggja honum, reyndu að fara eitthvað burtu, almennilega. Ekki reyna að djöflast í þessu bæjarfélagi þar sem allir þekkja þig,“ segir Helgi. „Hann á bara mjög bágt maðurinn og sennilega eitthvað að honum. Mér sýnist hann bara vera að gefa öllum puttann, eins og kallað er.“ Stunginn nítján sinnum Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir eðlilegt að Gunnar Rúnar vilji vinna og taka þátt í samfélaginu en hann fái ekki tækifæri til þess. Með því að slíta ráðningarsamningi Gunnars sé hann rændur þeim möguleika og segir Guðmundur Hafnarfjarðarbæ þannig gerast sekur um fordóma og útskúfun. Helgi segir að kannski eigi allir rétt á tækifæri til betrunar, það verði þó að hafa í huga hvað viðkomandi gerði. „Sonur minn fékk ekkert tækifæri og afabarnið mitt fær engan pabba,“ segir Helgi. „Það sem hann gerði, hann Gunnar, er eiginlega versta morð Íslandssögunnar. það er að myrða mann á viðbjóðslegan máta. Að stinga hann nítján sinnum. Hann bara hættir ekki. Hinn reynir að berjast alveg fram í rauðan dauðan og þeir eru komnir langt fram á gang af því hann ræðst á manninn sofandi í rúminu.“ Helgi segir þetta fylgja honum alla daga. Annað sé ekki hægt því Hannes hafi verið sonur hans, vinnufélagi og leikfélagi. Þeir hafi gert margt saman. Á sínum tíma segir Helgi að sérfræðingar sem hafi rætt við Gunnar hafi sagt hann sjúkan. Hins vegar sé nú útlit fyrir að honum hafi verið sleppt án skoðunar. Aðspurður hvort Gunnar hafi reynt að hafa samband við hann segir Helgi svo ekki vera. Það sé ekki hægt að biðjast afsökunar á máli sem þessu. Voða skrýtin refsing Helgi segist eiga erfitt með að leyna þeirri skoðun sinni að honum finnist dómstólar hafa brugðist Hannesi syni sínum og allri hans fjölskyldu. Það sé lítið spáð í þeim sem verði fyrir glæpum og kerfið virðist skilningslaust. „Þessi refsing. Þetta eru bara nokkrir dagar. Hann er laus innan við þrítugt. Þetta er voða skrítin refsing sko,“ segir Helgi. Hann segir ennfremur að hann hafi hugsað gífurlega mikið um morð sonar síns og segir þetta óréttlæti á hæsta stigi. „Að taka svona annarra manna líf. Þú getur lent í slagsmálum eða eitthvað en að drepa á viðbjóðslegan mata og plana það,“ segir hann. Helgi segist þakka lögreglunni fyrir það að hafa leyst málið því morðið hafi verið skipulagt. Hlynntur dauðarefsingu „Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Svona maður, sem planar svona vel, það á ekki alveg að fara eftir bókinni og dæma bara svona. Þetta var ekki gert óviljandi. Þetta var ekki gert í æðiskasti. Það var búið að plana þetta mjög vel.“ Þá segist Helgi vonast til þess að hann mæti Gunnari aldrei. Ef svo væri, vonast hann til þess að geta gengið á brott. Helgi segist oft hafa spurt sjálfan sig hvað hann teldi vera hæfilega refsingu fyrir þann glæp sem Gunnar Rúnar framdi og niðurstaðan er nokkuð afgerandi og í rauninni sé hann hlynntur dauðarefsingu í málum sem þessum. „Mér finnst bara að menn sem að gera svona við aðra, eiga bara að fá að gjalda í sömu mynt. Mjög einfalt. Það er mín tilfinning, eftir þetta,“ segir Helgi. „Í svona hryllilegum málum. Menn ættu að vita það, þá yrði þetta kannski ekki til.“ Dómsmál Ísland í dag Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. Árið 2011 var Gunnar Rúnar Sigurþórsson dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Morðið vakti mikinn óhug í þjóðfélaginu en það þótti sérstaklega kaldrifjað og hrottafengið. Samkvæmt dómskjölum hafði Gunnar undirbúið ódæðið yfir nokkurra mánaða tímabil og réðst hann svo til atlögu að Hannesi þar sem hann lá sofandi á heimili sínu og átti sér einskis ills von. Það vakti því furðu margra þegar Gunnar Rúnar fór að láta á sér kræla, frjáls ferða sinna, í Hafnarfirðinum sumarið 2017 en þá voru einungis 6 ár liðin frá því hann hlaut dóm í Hæstarétti. Þá var Gunnar byrjaður að fara heim til sín í dagsleyfi þar sem hann afplánaði í opnu fangelsi að Sogni. Gunnar er nú á áfangaheimilinu Vernd og sótti vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku. Sjá einnig: Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Ísland í dag settist niður með Helga í Góu til að leita viðbragða hans við málinu. Helgi segist gáttaður yfir því að Gunnar sé laus úr fangelsi og eigi erfitt með að skilja af hverju hann sé í Hafnarfirði, þar sem allir þekkja hann. „Ég myndi segja að maðurinn sjálfur og þeir sem eru í kringum hann ættu að ráðleggja honum, reyndu að fara eitthvað burtu, almennilega. Ekki reyna að djöflast í þessu bæjarfélagi þar sem allir þekkja þig,“ segir Helgi. „Hann á bara mjög bágt maðurinn og sennilega eitthvað að honum. Mér sýnist hann bara vera að gefa öllum puttann, eins og kallað er.“ Stunginn nítján sinnum Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir eðlilegt að Gunnar Rúnar vilji vinna og taka þátt í samfélaginu en hann fái ekki tækifæri til þess. Með því að slíta ráðningarsamningi Gunnars sé hann rændur þeim möguleika og segir Guðmundur Hafnarfjarðarbæ þannig gerast sekur um fordóma og útskúfun. Helgi segir að kannski eigi allir rétt á tækifæri til betrunar, það verði þó að hafa í huga hvað viðkomandi gerði. „Sonur minn fékk ekkert tækifæri og afabarnið mitt fær engan pabba,“ segir Helgi. „Það sem hann gerði, hann Gunnar, er eiginlega versta morð Íslandssögunnar. það er að myrða mann á viðbjóðslegan máta. Að stinga hann nítján sinnum. Hann bara hættir ekki. Hinn reynir að berjast alveg fram í rauðan dauðan og þeir eru komnir langt fram á gang af því hann ræðst á manninn sofandi í rúminu.“ Helgi segir þetta fylgja honum alla daga. Annað sé ekki hægt því Hannes hafi verið sonur hans, vinnufélagi og leikfélagi. Þeir hafi gert margt saman. Á sínum tíma segir Helgi að sérfræðingar sem hafi rætt við Gunnar hafi sagt hann sjúkan. Hins vegar sé nú útlit fyrir að honum hafi verið sleppt án skoðunar. Aðspurður hvort Gunnar hafi reynt að hafa samband við hann segir Helgi svo ekki vera. Það sé ekki hægt að biðjast afsökunar á máli sem þessu. Voða skrýtin refsing Helgi segist eiga erfitt með að leyna þeirri skoðun sinni að honum finnist dómstólar hafa brugðist Hannesi syni sínum og allri hans fjölskyldu. Það sé lítið spáð í þeim sem verði fyrir glæpum og kerfið virðist skilningslaust. „Þessi refsing. Þetta eru bara nokkrir dagar. Hann er laus innan við þrítugt. Þetta er voða skrítin refsing sko,“ segir Helgi. Hann segir ennfremur að hann hafi hugsað gífurlega mikið um morð sonar síns og segir þetta óréttlæti á hæsta stigi. „Að taka svona annarra manna líf. Þú getur lent í slagsmálum eða eitthvað en að drepa á viðbjóðslegan mata og plana það,“ segir hann. Helgi segist þakka lögreglunni fyrir það að hafa leyst málið því morðið hafi verið skipulagt. Hlynntur dauðarefsingu „Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Svona maður, sem planar svona vel, það á ekki alveg að fara eftir bókinni og dæma bara svona. Þetta var ekki gert óviljandi. Þetta var ekki gert í æðiskasti. Það var búið að plana þetta mjög vel.“ Þá segist Helgi vonast til þess að hann mæti Gunnari aldrei. Ef svo væri, vonast hann til þess að geta gengið á brott. Helgi segist oft hafa spurt sjálfan sig hvað hann teldi vera hæfilega refsingu fyrir þann glæp sem Gunnar Rúnar framdi og niðurstaðan er nokkuð afgerandi og í rauninni sé hann hlynntur dauðarefsingu í málum sem þessum. „Mér finnst bara að menn sem að gera svona við aðra, eiga bara að fá að gjalda í sömu mynt. Mjög einfalt. Það er mín tilfinning, eftir þetta,“ segir Helgi. „Í svona hryllilegum málum. Menn ættu að vita það, þá yrði þetta kannski ekki til.“
Dómsmál Ísland í dag Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira