Bjargaði lífi manns kviknakinn um miðja nótt í brunagaddi Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 09:00 Þráinn vaknaði við að hús hans var barið að utan. Þegar hann áttaði sig á því hvað var að rauk hann til hjálpar og lét sig engu skipta þó hann væri nakinn og brunagaddur úti. Ólöf Lilja Þráinn Ársælsson, bifvélavirki í Vík í Mýrdal, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann bjargaði manni frá bráðum bana um helgina. Sem eitt út af fyrir sig er í frásögur færandi en Þráinn var kviknakinn meðan á þessu stóð. Sængin fljót að fjúka Það var aðfararnótt sunnudags að tveir menn voru að laga fjallatrukk, Ford Econoline á 46 tommu dekkjum, sem stóð til að færi í ferð með ferðamenn næsta dag. Annar þeirra var að ganga frá loftpúða að aftan þegar loftlögnin hrekkur af. Grind bílsins gaf eftir og hann festist milli dekks og grindar; fastur með hausinn í hjólaskálinni. Pikkfastur með höfuðið eins og í skrúfstykki. Þetta var í innkeyrslu að Sunnubraut 2 og hinn maðurinn hljóp í ofboði til að leita hjálpar í næsta hús. Og barði það utan. Þráinn var í fasta svefni en brást skjótt við, fór til dyra með sængina um sig. Og var fljótur að átta sig á því hvers kyns var. Hann hafði engar vöflur á og hljóp yfir götuna. „Sængin var fljót að fjúka,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. „Ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Þarna var maður fastur undir bíl og þá er bara hlaupið.“ Búinn að missa meðvitund með hausinn í skrúfstykki Eiginkona hans Ólöf Lilja Steinþórsdóttir kom fram í gættina og út á hlað, á náttsloppnum með tveggja ára dóttur þeirra Sóley Sif í fanginu og hringdi á neyðarlínuna. „Við reyndum að koma drullutjakki undir stuðarann til að lyfta honum upp. Hann var bilaður. Tvisvar náðum við þó að lyfta honum aðeins en tjakkurinn vildi alltaf fara niður á við. Það vantaði sveifina á hann. Um leið og við náðum að tjónka við tjakkinn og lyfta bílnum gátum við að snúið hausnum á manninum og dregið hann undan. Hann var þá orðinn meðvitundarlaus. Þetta var sekúnduspursmál hvort hann kæmist undan á lífi,“ segir Þráinn. Þráinn fór eftir atburðinn til að skoða hann og var að því einmitt þegar Vísir ræddi við hann. Þráinn lýsti því þá að hárlufsur af manninum loddu við hjólaskálina. Þráinn segir þetta hafa verið þröngt, hann rétt svo komi krepptum hnefanum þar á milli hvar höfuð mannsins sat fast. Fann ekki fyrir kulda meðan á þessu stóð „Það var ekki fyrr en hann var kominn undan að við sáum að hann andaði. Við mældum á honum púlsinn og reyndum að athuga hvort hann sýndi einhver viðbrögð,“ segir Þráinn. Þegar það lá fyrir stökk Þráinn yfir í hús sitt til að fara í föt. Hann segir að lögreglunni, sem kom þá aðvífandi eftir götunni, hljóti að hafa brugðið við að sjá nakinn mann á hlaupum að næturlagi í brunagaddi. Meðan Þráinn var að reyna að lyfta trukknum með biluðum tjakki hringdi Ólöf Lilja í neyðarlínuna, með tveggja ára dóttur þeirra í fanginu úti á hlaði. Lögreglunni hefur líkast til brugðið þegar hún sá kviknakinn Þráinn á hlaupum að næturlagi í brunagaddi.Ólöf Lilja „Þegar ég kom til baka aftur klæddur var maðurinn kominn til meðvitundar,“ segir Þráinn sem naut reynslu sinnar sem björgunarsveitarmaður en hann hefur að auki verið í slökkviliði bæjarins og hefur fengist við sjúkraflutninga. Þráinn segir að þó kalt hafi verið hafi hann ekki fundið fyrir kulda meðan á þessu stóð. Maðurinn var illa lemstraður og bólginn en slapp merkilega vel. Hann kom svo og þakkaði Þráni fyrir lífgjöfina og þeir fóru yfir stöðuna. Þráinn segir gott að þetta hafi farið svona vel en ekki mátti tæpara standa. Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þráinn Ársælsson, bifvélavirki í Vík í Mýrdal, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann bjargaði manni frá bráðum bana um helgina. Sem eitt út af fyrir sig er í frásögur færandi en Þráinn var kviknakinn meðan á þessu stóð. Sængin fljót að fjúka Það var aðfararnótt sunnudags að tveir menn voru að laga fjallatrukk, Ford Econoline á 46 tommu dekkjum, sem stóð til að færi í ferð með ferðamenn næsta dag. Annar þeirra var að ganga frá loftpúða að aftan þegar loftlögnin hrekkur af. Grind bílsins gaf eftir og hann festist milli dekks og grindar; fastur með hausinn í hjólaskálinni. Pikkfastur með höfuðið eins og í skrúfstykki. Þetta var í innkeyrslu að Sunnubraut 2 og hinn maðurinn hljóp í ofboði til að leita hjálpar í næsta hús. Og barði það utan. Þráinn var í fasta svefni en brást skjótt við, fór til dyra með sængina um sig. Og var fljótur að átta sig á því hvers kyns var. Hann hafði engar vöflur á og hljóp yfir götuna. „Sængin var fljót að fjúka,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. „Ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Þarna var maður fastur undir bíl og þá er bara hlaupið.“ Búinn að missa meðvitund með hausinn í skrúfstykki Eiginkona hans Ólöf Lilja Steinþórsdóttir kom fram í gættina og út á hlað, á náttsloppnum með tveggja ára dóttur þeirra Sóley Sif í fanginu og hringdi á neyðarlínuna. „Við reyndum að koma drullutjakki undir stuðarann til að lyfta honum upp. Hann var bilaður. Tvisvar náðum við þó að lyfta honum aðeins en tjakkurinn vildi alltaf fara niður á við. Það vantaði sveifina á hann. Um leið og við náðum að tjónka við tjakkinn og lyfta bílnum gátum við að snúið hausnum á manninum og dregið hann undan. Hann var þá orðinn meðvitundarlaus. Þetta var sekúnduspursmál hvort hann kæmist undan á lífi,“ segir Þráinn. Þráinn fór eftir atburðinn til að skoða hann og var að því einmitt þegar Vísir ræddi við hann. Þráinn lýsti því þá að hárlufsur af manninum loddu við hjólaskálina. Þráinn segir þetta hafa verið þröngt, hann rétt svo komi krepptum hnefanum þar á milli hvar höfuð mannsins sat fast. Fann ekki fyrir kulda meðan á þessu stóð „Það var ekki fyrr en hann var kominn undan að við sáum að hann andaði. Við mældum á honum púlsinn og reyndum að athuga hvort hann sýndi einhver viðbrögð,“ segir Þráinn. Þegar það lá fyrir stökk Þráinn yfir í hús sitt til að fara í föt. Hann segir að lögreglunni, sem kom þá aðvífandi eftir götunni, hljóti að hafa brugðið við að sjá nakinn mann á hlaupum að næturlagi í brunagaddi. Meðan Þráinn var að reyna að lyfta trukknum með biluðum tjakki hringdi Ólöf Lilja í neyðarlínuna, með tveggja ára dóttur þeirra í fanginu úti á hlaði. Lögreglunni hefur líkast til brugðið þegar hún sá kviknakinn Þráinn á hlaupum að næturlagi í brunagaddi.Ólöf Lilja „Þegar ég kom til baka aftur klæddur var maðurinn kominn til meðvitundar,“ segir Þráinn sem naut reynslu sinnar sem björgunarsveitarmaður en hann hefur að auki verið í slökkviliði bæjarins og hefur fengist við sjúkraflutninga. Þráinn segir að þó kalt hafi verið hafi hann ekki fundið fyrir kulda meðan á þessu stóð. Maðurinn var illa lemstraður og bólginn en slapp merkilega vel. Hann kom svo og þakkaði Þráni fyrir lífgjöfina og þeir fóru yfir stöðuna. Þráinn segir gott að þetta hafi farið svona vel en ekki mátti tæpara standa.
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira