Rory McIlroy fagnaði með „loftfimmu“ og yfir 800 milljónir söfnuðust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 15:30 Rory McIlroy fagnar högginu sem færði honum, Dustin Johnson og samtökum amerískra hjúkrunarfræðinga sigurinn í TaylorMade Driving Relief holukeppninni. Getty/Mike Ehrmann Rory McIlroy og Dustin Johnson fögnuðu sigri í TaylorMade Driving Relief holukeppni sem fram fór um helgina á vegnum PGA mótaraðarinnar. Þetta var fyrsta „lifandi“ golfkeppnin í sjónvarpinu í langan tíma en það styttist í það farið verður að keppa aftur á bandarísku mótaröðinni í golfi. Holukeppnin fór fram á Juno Beach golfvellinum í Flórída fylki. Stærstu sigurvegararnir voru þó góðgerðasamtökin sem safnað var fyrir en alls söfnuðust yfir 5,5 milljónir Bandaríkjadala eða meira en 800 milljónir íslenskra króna. The results from today's match that matter most. #DrivingRelief pic.twitter.com/4jZeF4jfRV— PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2020 Rory McIlroy og Dustin Johnson voru saman í liði. Liðið skipað þeim Matthew Wolff og Rickie Fowler urðu að sætta sig við tap en Fowler var þó sá kylfingur sem náði flestum fuglum eða sjö. Wolff var síðan sá sem náði lengstu upphafshöggunum sem skilaði hans góðgerðasamtökum auka 450 þúsund Bandaríkjadölum. Rory McIlroy og Dustin Johnson tókst reyndar ekki að tryggja sér sigurinn í sjálfri holukeppninni heldur þurfti umspil þar sem farið var í nándarkeppni. Closest to the pin. For $1,100,000. It came down to the final shot.@McIlroyRory and @DJohnsonPGA win the Taylormade #DrivingRelief and $1,850,000 charitable dollars for COVID-19 relief efforts! pic.twitter.com/WIF9JHZvQC— PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2020 Golfbolti McIlroy endaði þrettán fetum frá holunni en næstur honum var Matthew Wolff sem var átján fetum frá holunni. Dustin Johnson endaði í sandholu og Rickie Fowler hitti ekki flötina. Rory McIlroy tryggði sínu liði sigurinn með því að komast næst holunni og fagnaði með því að taka eina „loftfimmu“ enda pössuðu menn upp á fara ekki of nálægt hverjum öðrum. „Ég er stoltur af því að vera hluti af viðburði sem skemmti fólki heima um leið og við söfnuðum peningi fyrir fólk sem þarf á því að halda,“ sagði Rory McIlroy. 18 holes and 7 birdies today for @RickieFowler.The best shots from his round at the #DrivingRelief match. pic.twitter.com/H6SuKAtzH8— PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2020 Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Rory McIlroy og Dustin Johnson fögnuðu sigri í TaylorMade Driving Relief holukeppni sem fram fór um helgina á vegnum PGA mótaraðarinnar. Þetta var fyrsta „lifandi“ golfkeppnin í sjónvarpinu í langan tíma en það styttist í það farið verður að keppa aftur á bandarísku mótaröðinni í golfi. Holukeppnin fór fram á Juno Beach golfvellinum í Flórída fylki. Stærstu sigurvegararnir voru þó góðgerðasamtökin sem safnað var fyrir en alls söfnuðust yfir 5,5 milljónir Bandaríkjadala eða meira en 800 milljónir íslenskra króna. The results from today's match that matter most. #DrivingRelief pic.twitter.com/4jZeF4jfRV— PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2020 Rory McIlroy og Dustin Johnson voru saman í liði. Liðið skipað þeim Matthew Wolff og Rickie Fowler urðu að sætta sig við tap en Fowler var þó sá kylfingur sem náði flestum fuglum eða sjö. Wolff var síðan sá sem náði lengstu upphafshöggunum sem skilaði hans góðgerðasamtökum auka 450 þúsund Bandaríkjadölum. Rory McIlroy og Dustin Johnson tókst reyndar ekki að tryggja sér sigurinn í sjálfri holukeppninni heldur þurfti umspil þar sem farið var í nándarkeppni. Closest to the pin. For $1,100,000. It came down to the final shot.@McIlroyRory and @DJohnsonPGA win the Taylormade #DrivingRelief and $1,850,000 charitable dollars for COVID-19 relief efforts! pic.twitter.com/WIF9JHZvQC— PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2020 Golfbolti McIlroy endaði þrettán fetum frá holunni en næstur honum var Matthew Wolff sem var átján fetum frá holunni. Dustin Johnson endaði í sandholu og Rickie Fowler hitti ekki flötina. Rory McIlroy tryggði sínu liði sigurinn með því að komast næst holunni og fagnaði með því að taka eina „loftfimmu“ enda pössuðu menn upp á fara ekki of nálægt hverjum öðrum. „Ég er stoltur af því að vera hluti af viðburði sem skemmti fólki heima um leið og við söfnuðum peningi fyrir fólk sem þarf á því að halda,“ sagði Rory McIlroy. 18 holes and 7 birdies today for @RickieFowler.The best shots from his round at the #DrivingRelief match. pic.twitter.com/H6SuKAtzH8— PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2020
Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira