Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 14:01 Upplitið á verðbréfasölum í kauphöllinni í New York var ekki djarft í morgun. Vísitala féll þar um sjö prósentustig strax við opnun. Viðskipti eru stöðvuð tímabundið þegar lækkun nemur meira en fimm prósentustigum á einum degi. AP/Richard Drew Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur aðeins fimn mínútunum eftir að þeir opnuðu í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt líkt og gerði í Asíu og Evrópu vegna hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar í nótt og í morgun. S&P 500-vísitalan lækkaði um sjö prósentustig aðeins fimm mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Við þær aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð í fimmtán mínútur. Þetta er í fyrsta skipti frá því í fjármálahruninu í desember árið 2008 sem slíkt gerist. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll jafnframt um meira en 1.900 stig. Viðskipti gætu aftur stöðvast tímabundið haldi lækkunin áfram og nái þrettán prósentustigum í dag. Nái lækkunin tuttugu prósentustigum verður kauphöllum lokað í dag. Það hefur aldrei gerst frá því að reglurnar voru settar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Evrópskar og asískar vísitölur lækkuðu um 7-8% við opnun markaða þar í nótt og morgun. Það var viðbragð markaða við verðhruni á olíu. Verðið lækkaði um hátt í 30% í nótt þegar Sádar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar. Wuhan-veiran Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur aðeins fimn mínútunum eftir að þeir opnuðu í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt líkt og gerði í Asíu og Evrópu vegna hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar í nótt og í morgun. S&P 500-vísitalan lækkaði um sjö prósentustig aðeins fimm mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Við þær aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð í fimmtán mínútur. Þetta er í fyrsta skipti frá því í fjármálahruninu í desember árið 2008 sem slíkt gerist. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll jafnframt um meira en 1.900 stig. Viðskipti gætu aftur stöðvast tímabundið haldi lækkunin áfram og nái þrettán prósentustigum í dag. Nái lækkunin tuttugu prósentustigum verður kauphöllum lokað í dag. Það hefur aldrei gerst frá því að reglurnar voru settar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Evrópskar og asískar vísitölur lækkuðu um 7-8% við opnun markaða þar í nótt og morgun. Það var viðbragð markaða við verðhruni á olíu. Verðið lækkaði um hátt í 30% í nótt þegar Sádar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar.
Wuhan-veiran Bandaríkin Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira