Þurfum að hafa kjark og þor til að taka á móti ungum leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2020 07:00 Óli Stefán Flóventsson á æfingasvæði KA. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
„Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA
Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45
Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15
Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03