Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 12:42 Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands. Vísir/Getty Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði. Bretland Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði.
Bretland Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf