Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 23:00 Ingvar Jónsson, núverandi markvörður Víkings R., var magnaður í Póllandi gegn Lech Poznan sumarið 2014. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigur Stjörnunnar á Lech Poznan er einn af þeim merkilegri hjá íslenskum félagsliðum í Evrópukeppni á þessari öld. Stjörnumenn unnu 1-0 á heimavelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli ytra. „Það er svolítið eftirminnilegt að þegar við komum inn í klefa hjá Pólverjunum daginn eftir leik á Samsung-vellinum þá sé ég að allt „set-up“ hjá þeim fyrir föst leikatriði, stór plaköt, voru þarna í ruslinu. Allt um það hver ætti að dekka hvern og hvað þeir ætluðu að gera í hornum og aukaspyrnum og allt. Ég pakkaði þessu bara vel saman, setti teygju á þetta og fór með þetta til Póllands. Ég hengdi þetta upp í fundarherberginu þar svo að við gátum alltaf séð hvað þeir ætluðu að gera. Þetta eru svolítið mikil byrjendamistök hjá svona stóru liði,“ sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn náðu svo á einhvern ótrúlegan hátt að halda marki sínu hreinu úti í Póllandi, með markvörðinn Ingvar Jónsson fremstan í flokki. Með sigrinum komst Stjarnan í umspil og mætti þar stórliði Inter Mílanó, sem vann einvígið og komst í riðlakeppni Evrópudeilarinnar. „Á fundinum okkar fyrir leik [í Póllandi] vorum við bara „Heyrðu, við erum að fara að vinna þennan leik. Þeir komast hvorki lönd né strönd á móti okkur, hvort sem að það er á heimavelli eða ekki. Þeir eru að fara að spila nákvæmlega eins á móti okkur. Engar breytingar.“ Við þetta efldist mannskapurinn ennþá meira. Við vissum að þeir voru ekkert spes á Samsung-vellinum, þó að hann hafi verið þurr. En það var skothríð á markið okkar í 20 mínútur. Aðra eins frammistöðu hjá einum markverði hef ég bara ekki séð. Þó að Ingvar hafi verið góður allt sumarið þá var alveg ótrúlegt hvað hann varði í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll, og bætti við: „Það var ólýsanlegt að heyra lokaflautið. Þetta var stórkostleg upplifun. Líka það að pólsku stuðningsmennirnir, um 30 þúsund manns, klöppuðu fyrir okkur. Þetta var allt saman ógleymanlegt fyrir okkur sem vorum þarna á vellinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjar upp sigurinn á Lech Poznan Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira