Hættur við forsetaframboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 14:49 Magnús Ingberg Jónsson. Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20