Sænsk knattspyrnulið skipuleggja æfingamót í maí og forsætisráðherrann er ekki sáttur Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK þurfa að bíða með að byrja tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni en leika þó æfingaleiki. VÍSIR/GETTY Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. Nokkur lið í efstu deild sænska boltans hafa skipulagt æfingamót í maímánuði en Svíarnir hafa verið að æfa að undanförnu. Þeir ætla að spila æfingaleiki í maí og búa sig undir það að hefja mótið í júní. Á meðal æfingaleikja sem eru á dagskránni er slagurinn um Stokkhólm, milli Hammarby og Djurgården, en Löfven er einn þeirra sem hefur lítinn húmor fyrir þessu. Löfven står fast vid svensk coronastrategi: Den hållerhttps://t.co/gSgEvkSppc— Aftonbladet (@Aftonbladet) April 15, 2020 „Mér finnst þetta vera ábyrgðarlaust og ekki nauðsynlegt. Ég elska fótbolta og ég vil horfa á hann eins oft og ég get en núna er ekki tíminn til þess að spila meistaraflokksleiki,“ sagði Löfven við Aftonbladet. „Allir sem hafa spilað á þessu stigi vita að það líður í mesta lagi ein mínúta á milli þess að maður fer í návigi og þá getur maður smitað hvorn annan en einnig meitt sig og þar með tekið pláss á spítalanum sem aðrir hafa þörf á.“ Hann bætir við að lokum að hann hafi ekki hugsað sér að grípa inn í né láta sænska knattspyrnusambandið grípa inn í. Hann segir að fótboltaheimurinn þurfi að ákveða sig sjálfur hvað hann gerir. Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. Nokkur lið í efstu deild sænska boltans hafa skipulagt æfingamót í maímánuði en Svíarnir hafa verið að æfa að undanförnu. Þeir ætla að spila æfingaleiki í maí og búa sig undir það að hefja mótið í júní. Á meðal æfingaleikja sem eru á dagskránni er slagurinn um Stokkhólm, milli Hammarby og Djurgården, en Löfven er einn þeirra sem hefur lítinn húmor fyrir þessu. Löfven står fast vid svensk coronastrategi: Den hållerhttps://t.co/gSgEvkSppc— Aftonbladet (@Aftonbladet) April 15, 2020 „Mér finnst þetta vera ábyrgðarlaust og ekki nauðsynlegt. Ég elska fótbolta og ég vil horfa á hann eins oft og ég get en núna er ekki tíminn til þess að spila meistaraflokksleiki,“ sagði Löfven við Aftonbladet. „Allir sem hafa spilað á þessu stigi vita að það líður í mesta lagi ein mínúta á milli þess að maður fer í návigi og þá getur maður smitað hvorn annan en einnig meitt sig og þar með tekið pláss á spítalanum sem aðrir hafa þörf á.“ Hann bætir við að lokum að hann hafi ekki hugsað sér að grípa inn í né láta sænska knattspyrnusambandið grípa inn í. Hann segir að fótboltaheimurinn þurfi að ákveða sig sjálfur hvað hann gerir.
Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira