Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 22:09 Tom er nú búinn að tíuþúsundfalda þá upphæð sem hann stefndi að í fyrstu. Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira