Lögreglan sektar ekki strax fyrir nagladekkjanotkun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. apríl 2020 07:00 Lögreglan Frá og með gærdeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega hafist er handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglu verður ekki hafist handa við að sekta strax. Raunar hefur samkvæmt vef FÍB aldrei verið sektað fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí. Sektarupphæð vegna aksturs á nagladekkjum fjórfölduðust árið 2018. Upphæðin var áður 5.000 kr. á hvert dekk en er nú orðin 20.000 kr. á hvert dekk. Vísir mun fylgjast vel með því hvenær stendur til að byrja að sekta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent
Frá og með gærdeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega hafist er handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglu verður ekki hafist handa við að sekta strax. Raunar hefur samkvæmt vef FÍB aldrei verið sektað fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí. Sektarupphæð vegna aksturs á nagladekkjum fjórfölduðust árið 2018. Upphæðin var áður 5.000 kr. á hvert dekk en er nú orðin 20.000 kr. á hvert dekk. Vísir mun fylgjast vel með því hvenær stendur til að byrja að sekta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent