Virði leikmanna hrunið og spænska deildin gæti orðið áhugamannadeild Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:00 Aron Pálmarsson leikur með Barcelona en Arnar Freyr, umboðsmaður Arons, óttast að spænska deildin gæti breyst í áhugamannadeild. VÍSIR/GETTY Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira