Gummi Ben stýrir nýjum þætti um Pepsi Max deildina í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 15:15 Guðmundur Benediktsson mun fjalla um Pepsi Max deild karla á Stöð 2 Sport í sumar. Vísir Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í dag í þáttinn Sportið og kynnti þar nýjan þátt sem mun fjalla um Pepsi Max deild karla í sumar. Tveir þættir verða á dagskrá eftir hverja umferð í Pepsi Max deild karla í sumar. Annar verður markaþáttur í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar en hinn verður umræðuþáttur um deildina sem Guðmundur Benediktsson stjórnar. Markaþátturinn verður fyrri daginn en svo verður farið mun nánar yfir umferðina hjá Gumma Ben daginn eftir. Sjö sérfræðingar verða til taks í sumar í umfjöllun Stöðvar tvö um Pepsi Max deild karla. Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson snúa báðir aftur en eftir að hafa báðir verið í mislöngum hléi frá slíkum sérfræðingastörfum í Pepsi Max deildinni. Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða áfram eins og í fyrra. Það eru líka tveir nýir sérfræðingar eða þeir Davíð Þór Viðarsson og Sigurvin Ólafsson sem eru báðir margfaldir Íslandsmeistarar. Davíð Þór varð sjö sinnum Íslandsmeistari en Sigurvin vann fimm Íslandsmeistaratitla. Hér fyrir neðan má sjá Guðmund kynna umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla. Klippa: Sportið í dag - Gummi Ben um umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi Max-deild karla Guðmund Benediktsson og Kjartan Atla Kjartansson þarf ekki að kynna enda hafa þeir unnið báðir lengi við þáttargerð hjá Stöð 2 Sport. Guðmundur stýrði síðast þætti um Pepsi deildina sumarið 2017 þegar hann sá um Teiginn en þetta verður í fyrsta sinn sem Kjartan Atli fjallar um íslenska fótboltann. Hjörvar Hafliðason hefur mikla reynslu af störfum sínum sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var þar á meðal í mörg ár í Pepsi mörkunum. Hann lék á sínum tíma 40 leiki í efstu deild í marki Vals og Breiðabliks. Tómas Ingi Tómasson var annar af fyrstu tveimur sérfræðingum Pepsi markanna þegar þau byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir rúmum áratug. Hann var farsæll leikmaður sjálfur og hefur einnig þjálfað þar á meðal sem aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar hjá 21 árs landsliðinu. Atli Viðar Björnsson er á sínu öðru tímabili í Pepsi mörkunum en hann vann átta Íslandsmeistaratitla með FH og er eini leikmaður sem hefur náð bæði að spila yfir 200 leiki og skora yfir 100 mörk fyrir eitt lið í efstu deild á Íslandi. Reynir Leósson hefur verið sérfræðingur í Pepsi mörkunum undanfarin tvö tímabil en hann átti sjálfur mjög farsælan feril sem leikmaður og var atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir spilaði yfir tvö hundruð leiki í efstu deild fyrir ÍA, Val og Fram og náði því að vera Íslandsmeistari með Skagamönnum. Þorkell Máni Pétursson er á sínu öðru ári sem sérfræðingur Pepsi Max deildarinnar á Stöð 2 Sport en var áður sérfræðingur í Pepsi deild kvenna. Þorkell Máni er þekktur fyrir alvöru skoðanir og hefur mikla reynslu sem knattspyrnuþjálfari í efstu deild kvenna. Davíð Þór Viðarsson er annar af tveimur nýliðum í hópi sérfræðinganna í ár. Davíð Þór setti skóna upp á hillu í fyrra en hann tók fjórum sinnum við Íslandsbikarnum sem fyrirliði FH og vann hann alls sjö sinnum. Davíð Þór lék 240 leiki fyrir FH í efstu deild. Sigurvin Ólafsson er hinn nýliðinn en líkt og Davíð Þór var hann mjög sigursæll á sínum ferli. Sigurvin náði því að vera Íslandsmeistari með þremur félögum eða ÍBV, KR og FH. Sigurvin spilaði með mörgum félögum á ferlum þar á meðal Gróttu sem er nú í efstu deild í fyrsta sinn. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira