Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. maí 2020 09:00 Konráð Jónsson lögmaður fór að hafa áhuga á hugleiðslu eftir að hafa glímt við kvíða. Vísir/Vilhelm „Ég glímdi við kvíða frá unglingsaldri. Fyrir um áratug var ég sérstaklega slæmur af kvíða og þá ákvað ég að hitta sálfræðing, sem leiddi mig í sannleikann um það að kvíðinn minn stjórnast mikið til af hugsunum,“ segir Konráð Jónsson lögmaður hjá JSG lögmönnum aðspurður um það hvað kom til að hann fékk áhuga á hugleiðslu. Í kjölfar þess að hitta sálfræðinginn vaknaði áhuginn á hugleiðslu og fljótlega ákvað Konráð að hugleiða á hverjum degi. „Árið 2015 rak á fjörur mínar hugleiðsluforritið Headspace, sem ég ákvað að prófa. Þar er ég leiddur í gegnum nokkurra mínútna langa hugleiðsluæfingu en hver æfing byrjar á því að leiðbeinandinn ræðir stuttlega hugmyndina á bak við hugleiðslu,“ segir Konráð og bætir við „Ég ákvað að byrja að hugleiða daglega og gera mitt besta til að sleppa aldrei degi úr.“ Að sögn Konráðs er hægt að finna marga klukkutíma af hugleiðslu fyrir mismunandi verkefni í Headspace. Allt eftir því hvaða verkefni mannskepnan er að glíma við, svo sem svefn, líkamlegan sársauka, sorg, streitu og kvíða,“ segir Konráð. Til að sporna við kvíða segir Konráð til dæmis að hægt sé að hlusta á hugleiðslupakka sem er 30 dagar af tíu mínútna hugleiðsluæfingum þar sem fjallað er sérstaklega um kvíða. „Ég hef hlustað á þetta í samanlagt um 300 klukkustundir, í 1814 daga, næstum því fimm ár, án þess að sleppa degi úr,“ segir Konráð og bætir við Á heimili með fjögur lítil börn getur stundum verið erfitt að finna tíu mínútur í þetta, en það hjálpar að eiga skilningsríka eiginkonu að.“ Hugsanir eru bara hugsanir Konráð segir ákveðinn misskilning algengan að fólk telji að markmið hugleiðslu sé að róa hugann. Það sé hins vegar ekki markmiðið heldur frekar það að leyfa hugsunum sínum að koma og fara. Þannig á sá sem hugleiðir að líta á hugsanirnar úr fjarlægð og átta sig á eðli þeirra. Sem er þá það að þær eru bara hugsanir. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að hugleiðsla hefur dregið úr kvíða og breytt því hvernig ég lít á hugsanir mínar. Kvíðinn hafði áður veruleg áhrif á líf mitt. Hann er stundum auðvitað enn til staðar, en hefur minnkað verulega,“ segir Konráð. Til frekari útskýringar tekur Konráð eftirfarandi dæmi: «Í Headspace er sú líking notuð að hugleiðandinn eigi að ímynda sér að hann sitji á bekk við fjölfarna umferðargötu og að bílarnir eigi að tákna hugsanir. «Í stað þess að stökkva á hvern bíl á hann mun frekar að sitja áfram á bekknum og fylgjast með. «Ómögulegt er að stöðva hvern og einn einasta bíl. Sjálfur hugleiðir Konráð bæði í vinnunni og heima fyrir og að hans mati er hugleiðsla í vinnunni af hinu góða. Fyrst og fremst eigi þó að hugsa um hugleiðslu á breiðari grunni og ýmiss önnur atriði skipta líka máli. „Það er engin spurning að fólk getur stundað hugleiðslu í vinnunni. Það er hins vegar mikilvægt að nálgast hugleiðslu á breiðari grunni,“ segir Konráð og bætir við „Hugleiðsla í daglegu lífi, innan vinnu sem utan, hefur keðjuverkandi áhrif. Góður svefn er grunnur að góðum vinnudegi. Hugleiðsla, sem kemur okkur í skilning um eðli hugsana okkar, getur bætt svefn, sem bætir svo aftur vinnudaginn.“ Konráð mælir með því að taka sér 15 mínútur í hlé frá vinnu og hugleiða.Vísir/Vilhelm Getur þú gefið fólki ráð um það hvernig það getur byrjað að hugleiða í vinnunni sem leið til að draga úr kvíða og spennu? „Gott er að taka sér um 15 mínútna pásu frá vinnu til að hugleiða. Best er að gera það með leiðsögn, til dæmis með forritum eins og Headspace, Calm eða öðru. Þeir sem geta ekki gefið sér 15 mínútur til að hugleiða í vinnunni geta byrjað á því utan vinnutíma en hægt er að nota þær aðferðir sem kenndar eru í hugleiðslunni í dagsins önn. Þannig þarf ekki nema að staldra við í um tíu sekúndur og æfa núvitundina. Hægt er að gera það nokkrum sinnum yfir daginn eða eins oft og mann lystir. Best er að hafa þögn í kringum sig við hugleiðslu en þögnin er eins og hjálpardekk, hún er ekki nauðsynleg. Þannig er hægt að hugleiða í opnu vinnurými en það er erfiðara, sérstaklega fyrir byrjendur. Því getur verið skynsamlegt að fara afsíðis. Þá segir Konráð mikilvægt að fólk kynni sér málin. „Það er mikilvægt að afla sér þekkingar um hugleiðslu með þeim forritum sem ég hef nefnt eða með því að lesa bækur, svo sem Mindfulness in Plain English eftir Henepola Gunaratana,“ segir Konráð. Góðu ráðin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Ég glímdi við kvíða frá unglingsaldri. Fyrir um áratug var ég sérstaklega slæmur af kvíða og þá ákvað ég að hitta sálfræðing, sem leiddi mig í sannleikann um það að kvíðinn minn stjórnast mikið til af hugsunum,“ segir Konráð Jónsson lögmaður hjá JSG lögmönnum aðspurður um það hvað kom til að hann fékk áhuga á hugleiðslu. Í kjölfar þess að hitta sálfræðinginn vaknaði áhuginn á hugleiðslu og fljótlega ákvað Konráð að hugleiða á hverjum degi. „Árið 2015 rak á fjörur mínar hugleiðsluforritið Headspace, sem ég ákvað að prófa. Þar er ég leiddur í gegnum nokkurra mínútna langa hugleiðsluæfingu en hver æfing byrjar á því að leiðbeinandinn ræðir stuttlega hugmyndina á bak við hugleiðslu,“ segir Konráð og bætir við „Ég ákvað að byrja að hugleiða daglega og gera mitt besta til að sleppa aldrei degi úr.“ Að sögn Konráðs er hægt að finna marga klukkutíma af hugleiðslu fyrir mismunandi verkefni í Headspace. Allt eftir því hvaða verkefni mannskepnan er að glíma við, svo sem svefn, líkamlegan sársauka, sorg, streitu og kvíða,“ segir Konráð. Til að sporna við kvíða segir Konráð til dæmis að hægt sé að hlusta á hugleiðslupakka sem er 30 dagar af tíu mínútna hugleiðsluæfingum þar sem fjallað er sérstaklega um kvíða. „Ég hef hlustað á þetta í samanlagt um 300 klukkustundir, í 1814 daga, næstum því fimm ár, án þess að sleppa degi úr,“ segir Konráð og bætir við Á heimili með fjögur lítil börn getur stundum verið erfitt að finna tíu mínútur í þetta, en það hjálpar að eiga skilningsríka eiginkonu að.“ Hugsanir eru bara hugsanir Konráð segir ákveðinn misskilning algengan að fólk telji að markmið hugleiðslu sé að róa hugann. Það sé hins vegar ekki markmiðið heldur frekar það að leyfa hugsunum sínum að koma og fara. Þannig á sá sem hugleiðir að líta á hugsanirnar úr fjarlægð og átta sig á eðli þeirra. Sem er þá það að þær eru bara hugsanir. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að hugleiðsla hefur dregið úr kvíða og breytt því hvernig ég lít á hugsanir mínar. Kvíðinn hafði áður veruleg áhrif á líf mitt. Hann er stundum auðvitað enn til staðar, en hefur minnkað verulega,“ segir Konráð. Til frekari útskýringar tekur Konráð eftirfarandi dæmi: «Í Headspace er sú líking notuð að hugleiðandinn eigi að ímynda sér að hann sitji á bekk við fjölfarna umferðargötu og að bílarnir eigi að tákna hugsanir. «Í stað þess að stökkva á hvern bíl á hann mun frekar að sitja áfram á bekknum og fylgjast með. «Ómögulegt er að stöðva hvern og einn einasta bíl. Sjálfur hugleiðir Konráð bæði í vinnunni og heima fyrir og að hans mati er hugleiðsla í vinnunni af hinu góða. Fyrst og fremst eigi þó að hugsa um hugleiðslu á breiðari grunni og ýmiss önnur atriði skipta líka máli. „Það er engin spurning að fólk getur stundað hugleiðslu í vinnunni. Það er hins vegar mikilvægt að nálgast hugleiðslu á breiðari grunni,“ segir Konráð og bætir við „Hugleiðsla í daglegu lífi, innan vinnu sem utan, hefur keðjuverkandi áhrif. Góður svefn er grunnur að góðum vinnudegi. Hugleiðsla, sem kemur okkur í skilning um eðli hugsana okkar, getur bætt svefn, sem bætir svo aftur vinnudaginn.“ Konráð mælir með því að taka sér 15 mínútur í hlé frá vinnu og hugleiða.Vísir/Vilhelm Getur þú gefið fólki ráð um það hvernig það getur byrjað að hugleiða í vinnunni sem leið til að draga úr kvíða og spennu? „Gott er að taka sér um 15 mínútna pásu frá vinnu til að hugleiða. Best er að gera það með leiðsögn, til dæmis með forritum eins og Headspace, Calm eða öðru. Þeir sem geta ekki gefið sér 15 mínútur til að hugleiða í vinnunni geta byrjað á því utan vinnutíma en hægt er að nota þær aðferðir sem kenndar eru í hugleiðslunni í dagsins önn. Þannig þarf ekki nema að staldra við í um tíu sekúndur og æfa núvitundina. Hægt er að gera það nokkrum sinnum yfir daginn eða eins oft og mann lystir. Best er að hafa þögn í kringum sig við hugleiðslu en þögnin er eins og hjálpardekk, hún er ekki nauðsynleg. Þannig er hægt að hugleiða í opnu vinnurými en það er erfiðara, sérstaklega fyrir byrjendur. Því getur verið skynsamlegt að fara afsíðis. Þá segir Konráð mikilvægt að fólk kynni sér málin. „Það er mikilvægt að afla sér þekkingar um hugleiðslu með þeim forritum sem ég hef nefnt eða með því að lesa bækur, svo sem Mindfulness in Plain English eftir Henepola Gunaratana,“ segir Konráð.
Góðu ráðin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira