Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 15:14 Boris Johnson þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu. EPA-EFE/PIPPA FOWLES Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52
Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51