Tilraunalyf vekur vonir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 10:26 Niðurstöður tilraunameðferðar með lyfið Remdesivir gefa vonarglætu um að það geti hjálpað í baráttunni gegn kórónuveirunni. EPA/Sebastiao Moreira Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum Covid-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Remdesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. Lyfið var gefið sjúklingum sem lágu á sjúkrahúsum í öllum heims hornum, í Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum og Japan. Allir fengju sjúklingarnir tíu daga skammt af lyfinu í æð en sjúklingarnir sem tóku þátt voru 61 talsins. Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í læknavísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Sjúklingarnir sem tóku þátt í tilrauninni hlutu mismunandi meðferðir samhliða tilraunalyfinu á meðan á ferlinu stóð en ekki var gert grein á milli mismunandi meðferða í greininni. Þá voru gögn átta sjúklinga ekki birt en í tilfelli eins sjúklingsins var gerð villa í tilrauninni. Lyfið var gefið sjúklingunum í æð en þrjátíu þeirra voru í öndunarvélum við upphaf meðferðarinnar og fjórir í vélum sem aðstoða við blóðflæði. Átján dögum eftir að meðferð lauk hafði súrefnisinntaka 36 sjúklinga, þar af sautján þeirra 30 sem voru í öndunarvél batnað. Það gerir um 68 prósent þeirra sem tóku þátt í tilrauninni. Sjúklingar sem höfðu tekið þátt og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi voru 25 talsins en sjö sjúklinganna létust. Tólf sjúklingar, um 23 prósent þátttakenda, fengu alvarlegar aukaverkanir þar á meðal nýrnabilun eða lifraskemmdir. Þrátt fyrir þetta segir höfundur greinarinnar að niðurstöður rannsóknarinnar veki vonir. Erfitt sé þó að túlka þær þar sem ekki sé samanburðarhópur til staðar eins og almennt á við með lyfjatilraunir auk þess sem sjúklingahópurinn hafi verið mjög fámennur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum Covid-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Remdesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. Lyfið var gefið sjúklingum sem lágu á sjúkrahúsum í öllum heims hornum, í Evrópu, Kanada, Bandaríkjunum og Japan. Allir fengju sjúklingarnir tíu daga skammt af lyfinu í æð en sjúklingarnir sem tóku þátt voru 61 talsins. Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í læknavísindaritinu New England Journal of Medicine í gær. Sjúklingarnir sem tóku þátt í tilrauninni hlutu mismunandi meðferðir samhliða tilraunalyfinu á meðan á ferlinu stóð en ekki var gert grein á milli mismunandi meðferða í greininni. Þá voru gögn átta sjúklinga ekki birt en í tilfelli eins sjúklingsins var gerð villa í tilrauninni. Lyfið var gefið sjúklingunum í æð en þrjátíu þeirra voru í öndunarvélum við upphaf meðferðarinnar og fjórir í vélum sem aðstoða við blóðflæði. Átján dögum eftir að meðferð lauk hafði súrefnisinntaka 36 sjúklinga, þar af sautján þeirra 30 sem voru í öndunarvél batnað. Það gerir um 68 prósent þeirra sem tóku þátt í tilrauninni. Sjúklingar sem höfðu tekið þátt og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi voru 25 talsins en sjö sjúklinganna létust. Tólf sjúklingar, um 23 prósent þátttakenda, fengu alvarlegar aukaverkanir þar á meðal nýrnabilun eða lifraskemmdir. Þrátt fyrir þetta segir höfundur greinarinnar að niðurstöður rannsóknarinnar veki vonir. Erfitt sé þó að túlka þær þar sem ekki sé samanburðarhópur til staðar eins og almennt á við með lyfjatilraunir auk þess sem sjúklingahópurinn hafi verið mjög fámennur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Starfsfólk COVID-deilda tekur þátt í dansáskorun Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 6. apríl 2020 22:51